Ég er græningi í þessum efnum, en hef fylgst vel með umræðunum hér og annarstaðar.
fyrsta "batch" fer í gang fljótlega, verður væntanlega ljóst ale, en ég er ekki nægjanlega fróður um ger málefnin.
hér koma því nokkrar spurningar:
Hvar eruð þið að versla ger?
Er mikilvægt að búa til startera, eða kemst maður upp með að nota það beint úr pakkanum til að byrja með?
Hvaða ger eruð þið að nota og hvaða ger hentar best í ljóst ale?
Það eru tenglar á fjölmargar vefverslanir í tenglaþræðinum á bjórgerðarkorkinum. Ég hef vanalega verslað við http://www.midwestsupplies/.
Ef maður notar þurrger er ekki æskilegt að gera starter. Ef maður notar fljótandi ger er það oftast betra.
Hvað varðar ger í ljósöl fer það eftir því hvernig ljósöl þú ætlar að gera. Ef þú ert að hugsa um amerískt ljósöl er US-05 frábært. Ef þú ert í enskum pælingum eru bæði S-04 og Nottingham að gera góða hluti. Ég hef líka heyrt vel látið af Windsor. Ef það er belgískt ljósöl er T-58 málið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór