Spurning um ger mál

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Kiddi
Villigerill
Posts: 2
Joined: 15. Mar 2010 20:32

Spurning um ger mál

Post by Kiddi »

Sælir piltar

Ég er græningi í þessum efnum, en hef fylgst vel með umræðunum hér og annarstaðar.
fyrsta "batch" fer í gang fljótlega, verður væntanlega ljóst ale, en ég er ekki nægjanlega fróður um ger málefnin.
hér koma því nokkrar spurningar:

Hvar eruð þið að versla ger?
Er mikilvægt að búa til startera, eða kemst maður upp með að nota það beint úr pakkanum til að byrja með?
Hvaða ger eruð þið að nota og hvaða ger hentar best í ljóst ale?


bestu kv.
Kristján
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Spurning um ger mál

Post by Eyvindur »

Það eru tenglar á fjölmargar vefverslanir í tenglaþræðinum á bjórgerðarkorkinum. Ég hef vanalega verslað við http://www.midwestsupplies/.

Ef maður notar þurrger er ekki æskilegt að gera starter. Ef maður notar fljótandi ger er það oftast betra.

Hvað varðar ger í ljósöl fer það eftir því hvernig ljósöl þú ætlar að gera. Ef þú ert að hugsa um amerískt ljósöl er US-05 frábært. Ef þú ert í enskum pælingum eru bæði S-04 og Nottingham að gera góða hluti. Ég hef líka heyrt vel látið af Windsor. Ef það er belgískt ljósöl er T-58 málið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Spurning um ger mál

Post by arnarb »

Sæll.
Ég hef notað Coopers og Safale-04 í þetta með ágætis árangri. Coopers hef ég keypt í Ámunni en Safale fékk ég hjá Ölvisholti.

Persónulega fannst mér safale koma betur út en Coopers gerið virkar ágætlega.

Vínkjallarinn selur einnig bjórger en ég hef ekki prófað það, er reyndar með pakka í ísskápnum sem ég á eftir að prófa.
Arnar
Bruggkofinn
Post Reply