Við bættum 20 stk þurrkuðum (Blue Dragon) Chili í 30 lítra af bjór (Porter) í secondary og höfðum í viku.
Til að "sótthreinsa" helltum við um 500 ml af sjóðandi vatni yfir chili-inn og hristum vel. Ath. ekki hella vatninu af chili-inum áður en þið setjið hann út í bjórinn þar sem hellingur af bragðinu fer þá í súginn [Ráð frá Stulla].
Eftir viku í secondary, við 20°C var bjórinn alveg svaaaaaaakalega sterkur. Mikill hiti sem kom í ljós eftir um sekúndu eftir að maður fékk sér sopa. Eftir viku á flöskum er chili bragðið búið að minnka (gæti spilað inn í að sú smökkun var við 10°C), en samt svakalegur hiti.
Í einhverjum heimildum stóð að best væri að setja 1 stk þurrkaðan chili í hverja og eina flösku við átöppun. Miðað við þessa 30 lítra sem við settum á flöskur hefði það gert 90 stk chili og ég er ekki viss að maður hefði lifað af þá smökkun.
Ef ég myndi gera þetta aftur myndi ég minnka magnið niður í 10 stk (í 30 L)... en hver veit... kannski hjaðnar bragðið enn frekar með tímanum.