Örgerðin mín

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Örgerðin mín

Post by kalli »

Mig langar að sýna hvað ég hef skrúfað saman af búnaði síðustu vikurnar.
Attachments
Myndin sýnir HLT, MLT, suðutunnu, hitastýringu og Counter Flow Chiller. Kælirinn er monteraður undir vinnuborðinu. HLT, MLT og kæli þarf aldrei að færa til. Hitaskynjari er í MLT og tölva tengd við svo ég sé hitaferilinn í rauntíma.
Myndin sýnir HLT, MLT, suðutunnu, hitastýringu og Counter Flow Chiller. Kælirinn er monteraður undir vinnuborðinu. HLT, MLT og kæli þarf aldrei að færa til. Hitaskynjari er í MLT og tölva tengd við svo ég sé hitaferilinn í rauntíma.
DSC_0001D.JPG (45.48 KiB) Viewed 17341 times
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Örgerðin mín

Post by Eyvindur »

Mjög fallegt.

Hvernig tæmirðu og þrífur MLT án þess að hreyfa það til?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Örgerðin mín

Post by kalli »

Ég er ekki alveg búinn enn :)

HLT og hitastýringin auðvelda vinnuna mikið. Það var stór stress faktor í kringum að hita svo og svo mikið vatn í rétt hitastig og hlaupa svo með pottana niður stiga. Nú skrúfa ég frá krananum og set það vatnsmagn sem ég þarf að hita í tunnuna og stilli hitastigið sem ég vill fá. Hitastýringin sér um að ná því og halda því stöðugu meðan ég vigta kornið í rólegheitunum. Meðan kornið er að meskjast geri ég skolvatnið klárt á sama hátt. Hitaelementin er 6kW samtals.

Hitastýringin og SSRinn eru sömu gerðar og Hrafnkell notar í sitt RIMS (takk Hrafnkell). Reyndar er ég með auka SSR niðri í skúffu og ætla að nota hann til að rjúfa núllið. Það er auka öryggi í því að rjúfa bæði núll og fasa.
Attachments
HLT og hitastýring
HLT og hitastýring
DSC_0005D.JPG (48.44 KiB) Viewed 17334 times
Life begins at 60....1.060, that is.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Örgerðin mín

Post by kalli »

Næst á dagskrá er að búa til stafrænan vatnshæðarmæli byggðan á þrýstinema frá Motorola. Þannig fæ ég möguleika á nákvæmari vatnsmælingu og síðar sjálfvirkni.

Þá vantar mig vatnshæðarmælingu á suðutunnuna. Eins og er renn ég blint í sjóinn með hvað ég er að sjóða mikinn virt, sem er ekki nógu gott. Það er þá erfitt að hitta rétt OG. Ekki svo að skilja að ég kunni það enn. Ég er að byrja í fræðunum.

Lokatakmarkið er svo HERMS.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Örgerðin mín

Post by sigurdur »

Til að byrja með þá getur þú merkt lítrafjölda utan á suðutunnuna og beint svo vasaljósi innan í tunnuna til að mynda góðan kontrast fyrir vökva/loft, þá færð þú út hvað þú ert með mikið í tunnunni.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Örgerðin mín

Post by kalli »

Eyvindur wrote:Mjög fallegt.

Hvernig tæmirðu og þrífur MLT án þess að hreyfa það til?
Ég halla MLT til og tæmi þannig. Þarf aldrei að taka það úr sambandi eða niður. Auðvelt er að skola tunnuna með hreinu vatni. Ef ég vil, þá er lítið mál að taka thermocouplinn úr sambandi og taka tunnuna niður, en það á að vera óþarfi. Hitaelementin fara í tengil á hitastýringunni, sem sé ekki fasttengt. Ég loka henni vel millli suða svo ekki komist óhreinindi í hana.
Life begins at 60....1.060, that is.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Örgerðin mín

Post by kalli »

sigurdur wrote:Til að byrja með þá getur þú merkt lítrafjölda utan á suðutunnuna og beint svo vasaljósi innan í tunnuna til að mynda góðan kontrast fyrir vökva/loft, þá færð þú út hvað þú ert með mikið í tunnunni.
Jú, ég verð að gera það. Kannski ég útbúi líka kvarða á staf sem ég sting í tunnuna eftir þörfum.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Örgerðin mín

Post by kristfin »

þetta er flott.

ég er að hugsa um að fara aftur inn úr skúrnum. er eitthvað svo einmannalegt að hanga úti í skúr að brugga.

ég er með pláss, 50 á breidd x 120cm á lengd þar sem ég er að hugsa um að skella upp graviti kerfi sem ég get falið inni í hillu
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Örgerðin mín

Post by hrafnkell »

Þetta er helvíti nett. Hvar fékkstu boxið undir relayin og PID controllerinn? Og hvað kostaði?


Er bara eitt element í suðutunnunni? Dugar það fínt?



OOgg.. Er þetta í bílskúr eða geymslu hjá þér eða eitthvað svoleiðis? :)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Örgerðin mín

Post by kalli »

hrafnkell wrote:Þetta er helvíti nett. Hvar fékkstu boxið undir relayin og PID controllerinn? Og hvað kostaði?


Er bara eitt element í suðutunnunni? Dugar það fínt?



OOgg.. Er þetta í bílskúr eða geymslu hjá þér eða eitthvað svoleiðis? :)
Boxið fékk ég í Húsasmiðjunni og kostaði um 2.500 kr. Það borgar sig að kaupa þau hjá einhverjum heildsalanum í raflögnum, en ég var að flýta mér ... Ég á eftir að setja gaumljós á boxið. Svo væri gott að nota væntanlegan vatnshæðarmæli til að slá út hitastýringunni þegar vatnið lækkar niður fyrir hitaelementin.

Það eru 3 element í suðutunnunni eins og í HLT. Ég lenti á hitakönnuútsölu hjá Rúmfatalagernum :)
Life begins at 60....1.060, that is.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Örgerðin mín

Post by kalli »

OOgg.. Er þetta í bílskúr eða geymslu hjá þér eða eitthvað svoleiðis? :)[/quote]

Jú, inni í bílskúr.
Life begins at 60....1.060, that is.
Gunnar
Villigerill
Posts: 10
Joined: 4. Feb 2010 21:55

Re: Örgerðin mín

Post by Gunnar »

Þetta lítur vel út hjá þér. Hvernig festirðu plastboxin sem skýla hitaelementunum við suðutunnuna og HLT?
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Örgerðin mín

Post by kalli »

Gunnar wrote:Þetta lítur vel út hjá þér. Hvernig festirðu plastboxin sem skýla hitaelementunum við suðutunnuna og HLT?
Þeim er haldið föstum (klemmast) milli tunnu og sökklanna sem skrúfast upp á hitaelementin. Ég boraði gat á boxin með dósabor í sama þvermáli og gatið á tunnunni.
Life begins at 60....1.060, that is.
Post Reply