Ég á orðið slatta af fljótandi geri sem þarfnast fjölgunar en ég hef aldrei gert starter áður og hef aðeins verið að skoða hvernig menn gera starter.
Ég var helst að pæla í hvernig gera ætti wortinn fyrir starterinn. Ég var að pæla að meskja cirka 2L af 1.040 wirt i nælonpoka úr basemalti uppskriftarinnar sem gerið fer í. (Í cirka 19 L uppskrift)
Þarf gerið nokkuð á auka næringarefnum að halda þegar maður býr til starter úr grain?
Mér finnst þetta sniðugt leið til að gerið venjist cirka því umhverfi sem það á eftir að gerjast í, í stað þess að gera starter með maltextracti, hvað finnst ykkur?
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
ef þú átt eitthvað flott fljótandi ger þá hefði ég gaman af því að fá að stinga pinnanum í og taka sýni.
en talandi um að búa til startara.
ég skola bara aukalega nokkra lítra í gegnum meskkerið í lok meskingar. sýð það síðan niður og set í krukkur. þá á ég lager af virt sem ég nota við startarana.
ég hef líka notað dme (dried malt extract), þá nota ég 1msk í 250ml af vatni, sýð í 15 mín og nota síðan. set nokkur korn af gernæringu út í ef ég man, ekkert að stressa mig á því samt.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)