ég fór í ámuna og ætlaði að kaupa poka til að sigta korn og sjóða humla í pottinum.
pokinn kostaði tæplega 3000kr !
fór í rúmfatalagerinn og keypti 7,5 m2 af efni sem er 50/50 nælon og polyester, sterkt og fint til að búa til sigtipoka og saumaði mér nokkra misstóra poka. efnið kostaði 1600
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Ég skal allavega með glöðu geði borga þér í það minnsta kostnaðarverð fyrir efnið (en þú getur reyndar logið hverju sem er um það, svo þetta ætti að koma sér vel fyrir alla aðila). Endilega haltu allavega eftir einhverju fyrir mig.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Mikið eruð þið myndarlegir í saumaskapnum. Ég verð að viðurkenna að ég sé ekkert eftir þeim þúsund köllum sem fóru í ámu pokann. Hann passar akkúrat ofan í/utan um pottinn minn, það er auðvelt að loka honum, og ég losnaði við saumaskap.
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
Nei, reyndar myndi ég sauma saman á mér augnlokin ef ég hefði ekki konuna mína til að aðstoða mig. Ég er ekki stoltur - ég hefði fallið í saumum ef kennarinn hefði ekki séð aumur á mér.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór