Kryptgarden Kölsch

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Kryptgarden Kölsch

Post by Idle »

Er að dunda mér við þennan núna, vatnið að hitna...

Reikna með að gerja við 17°C í 10 daga, og hendi svo fötunni út í kuldann á svölunum í viku eða tvær.

Code: Select all

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 18,93 L      
Boil Size: 22,71 L
Estimated OG: 1,052 SG
Estimated Color: 4,7 SRM
Estimated IBU: 31,8 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
3,70 kg       Premium Pilsner (2 Row) Ger (2,0 SRM)     Grain        88,10 %       
0,50 kg       Munich Malt (9,0 SRM)                     Grain        11,90 %       
25,00 gm      Perle [8,00 %]  (90 min)                  Hops         27,1 IBU      
15,00 gm      Spalter [4,10 %]  (20 min)                Hops         4,7 IBU       
1,00 tsp      Irish Moss (Boil 15,0 min)                Misc                       
1 Pkgs        SafBrew Ale (DCL Yeast #S-33)             Yeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Light Body, No Mash Out
Total Grain Weight: 4,20 kg
----------------------------
Single Infusion, Light Body, No Mash Out
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
75 min        Mash In            Add 10,95 L of water at 73,6 C      65,6 C        
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kryptgarden Kölsch

Post by Eyvindur »

Lítur vel út. Ef þú ætlaðir að fylgja stílnum fullkomlega ættirðu reyndar ekki að nota meira en 5% af Munich, en skítt með það... Þetta verður án efa hrikalega ljúffengt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Kryptgarden Kölsch

Post by Idle »

Eyvindur wrote:Lítur vel út. Ef þú ætlaðir að fylgja stílnum fullkomlega ættirðu reyndar ekki að nota meira en 5% af Munich, en skítt með það... Þetta verður án efa hrikalega ljúffengt.
Úrvals! Segðu mér, hvar fannstu svo ítarlegar upplýsingar um hráefni í Kölsch? Ég hef ekkert betra fundið en BJCP 2008.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kryptgarden Kölsch

Post by Eyvindur »

Style profile í BYO, eftir Jamil vin okkar. Mjög greinargott stöff. Sú grein er því miður ekki á síðunni þeirra, held ég. En þetta er annars ekkert flókið. Í hefðbundinn Kölsch segir hann að sé notað pilsner malt, fyrst og fremst, örlítið Munich eða hveiti (en aldrei nema annað hvort, held ég), að hámarki 5%, og yfirleitt bara beiskjuhumlar. Þó má nota örlítið af aromahumlum, en það er ekki alveg klassískt. Aldrei skal nota kristalmalt.

Þetta er svona það sem ég man í svipinn. Ég er geysilega spenntur fyrir þessum stíl. Þyrfti eiginlega að ljósrita þessa grein.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Kryptgarden Kölsch

Post by Idle »

Fór á stúfana á ný, og fæ engan botn í þetta. Sumir tala um allt að 20% hveiti (sjaldgæft að það sé notað í ekta Kölsch); Pale Ale, Vienna og/eða Pilsner í grunninn, örlítið af CaraMunich, o. s. frv. Ég hef ekki rekið mig á eins misvísandi upplýsingar um bjórstíl áður, heldur hefur flestum yfirleitt borið saman í nær einu og öllu (sem ég hef kynnt mér). Hefði ætlað, eins gamalgróið fyrirbæri og Kölschbier er, að flestum kæmi saman um eiginleikana. E. t. v. er fátt heilagt þessum stíl, annað en Reinheitsgebot, líkt og öðrum þýskum bjórum.

Hvað sem því líður, þá hlakka ég til að smakka. Svipar til Blonde Ale, og ég er virkilega ánægður með það. S-33 hef ég ekki prófað áður, sem gerir þetta enn meira spennandi.

Var aðeins fyrir ofan áætlað SG fyrir og eftir suðu, þannig að ég þynnti út með tæru vatni til að ná þessu niður í 1.049.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kryptgarden Kölsch

Post by Eyvindur »

Samkvæmt téðri grein hefur mikils misskilnings gætt hjá amrískum bruggurum varðandi Kölsch, því eitthvað af því sem var sagt um hann hjá BJCP var misvísandi. Menn hafa sóst eftir of miklum ávaxtakarakter (sem á að vera bakgrunnstónn í mesta falli) og notað of mikið hveiti. Í dag fellst BJCP á að hveiti sé sjaldan notað í klassískan Kölsch, en það er ásættanlegt í afar takmörkuðu magni. S-33 gæti gefið of mikla estera fyrir stílinn, verandi hugsað í belgíska stíla. En þó veit maður ekki, þegar hitastigið er þetta lágt.

Ertu með einhverja hitastjórnun?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Kryptgarden Kölsch

Post by kristfin »

skv. poddcastinu hjá jamil þá mælir hann með uppað 5% munich og uppað 5% wheat. restin síðan pilsner. hann segist sjálfur nota 90/5/5. þannig gerði ég kölshinn minn um daginn og mér finnst hann koma vel út. það örlar á smá malt bragði en ekki meira en svo að maður veit af því.
þeir sem hafa smakkað hann láta vel af.

uppskriftin hans jamils sem er hér http://www.beerdujour.com/Recipes/Jamil ... Kolsch.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
er með 10% munich og 5% wheat, en hann er orðinn fráhverfur því.

weyermann er með uppskrift á netinu sem er 100% pils.

jamil leggur reyndar gríðarlega áherslu á að maður verði að vera með rétta gerið. maður komist í áttina með us05, en verður aldrei barn úr því fyrr en með rétta gerinu. minnir að það hafi verið þetta wyeast 2565
ég plana að kaupa mér þetta næst þegar ég er í ameríku og slanta það síðan. kölsh er einn af mínum uppáhaldsbjórum.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Kryptgarden Kölsch

Post by Idle »

Ég hef ekki séð eins misjafnar skilgreiningar á bjórstílum en Kölsch. Hafði uppskriftina frá Weyermann til hliðsjónar varðandi humla, ger og Pilsner malt. Munich bætti ég við af ævintýraþrá og til að drýgja Pilsner maltið mitt örlítið.
Eins eru OG, FG, IBU og aðrar tölur á svolitlu reiki í kringum þennan stíl. Á maður að treysta Jamil fremur en BJCP? Annars er ég ekki það mikill hreinstefnumaður í þessum bransa, enn sem komið er!

Engin sérstök hitastýring á bænum, önnur en gluggar og ofnar. Ég get haldið býsna jöfnu 15°C (+- 1°C) hitastigi ef hitastigið úti er undir 8°C, en svo eru næstu tvö herbergi örlítið hlýrri, eða um 18°C, og 20°C.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Kryptgarden Kölsch

Post by Idle »

Skömmin fór á flöskur áðan, eftir 23 sólarhringa dvöl á svölunum. Var um 2°C þegar ég tók hann inn. Kristaltær við svo lágt hitastig, svo ég er áreiðanlega laus við "chill haze". FG kom heim og saman við áætlun BeerSmith, eða 1.013.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kryptgarden Kölsch

Post by Eyvindur »

Flott mál. 1.013 er reyndar býsna hátt FG miðað við Kölsch, en skítt með það, þetta verður eflaust hinn ljúffengasti drykkur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Kryptgarden Kölsch

Post by Idle »

Eyvindur wrote:Flott mál. 1.013 er reyndar býsna hátt FG miðað við Kölsch
Það er það. BJCP skilgreina efri mörkin sem 1.011. Annars læt ég mér hvergi bregða, því Kölschinn, státinn og ljóskuölið sem fór síðast í fötu, hafa allir lent í hrakningum vegna hitastigs við gerjun. Konan tók upp á því að kynda ofninn á fullu. Ekkert hrikalegt, e. t. v. um 21°C þegar verst lét... En það verður bara að hafa það. Þessir verða fínir, en áreiðanlega engir úrvalsbjórar.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kryptgarden Kölsch

Post by Eyvindur »

Jújú, þeir verða úrvals! Úrvals segi ég!

Annars er ég yfir mig hress með bæði Kölschinn og hveitibjórinn hjá mér, því þeir kláruðu báðir í 1.008. Sem var í báðum tilfellum það sem lagt var upp með. Get ekki beðið eftir að geta byrjað að sötra (afsakið, þamba) þá.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Kryptgarden Kölsch

Post by Idle »

Ljúffengur! Ég hefði þó líklega betur notað US-05 í stað T-58, og þannig ekki látið blekkjast af uppskriftinni á Weyermann vefnum. Á móti kemur að ég get hiklaust mælt með T-58 í belgísku bjórana.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kryptgarden Kölsch

Post by sigurdur »

Idle wrote:Ljúffengur! Ég hefði þó líklega betur notað US-05 í stað T-58, og þannig ekki látið blekkjast af uppskriftinni á Weyermann vefnum. Á móti kemur að ég get hiklaust mælt með T-58 í belgísku bjórana.
Notaðiru T-58 en ekki S-33 eins og þú ætlaðir í byrjun?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Kryptgarden Kölsch

Post by Idle »

Ég notaði S-33. Daginn sem ég skrifaði þetta, hef ég verið að hugsa um eitthvað allt annað. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kryptgarden Kölsch

Post by sigurdur »

Ah. :)
Ég hef verið að lesa mismunandi álit fólks á S-33. Sumir álíta að S-33 sé alveg pottþétt breskt ger og gefi mjög breskan karakter, en aðrir vilja meina að S-33 sé æðislegt í Belgíska. Ég er að spá hvort að gerið myndi estera þegar hitastigið er óstöðugt og nær 20°c og minna ester bragð þegar gerið er við 15.5-16 °C.

Jæja, það er bara ein leið til að komast að því .. :)
Post Reply