Sælir félagar, er búinn að lesa mikið hér en skrifa minna, og er búinn að taka ákvörðun um að útvíkka núverandi heimilisiðnað, og demba mér út í AG, líklega með biab aðferð, eða meskja í pottinum í ofninum eins og ég las um einhversstaðar,
Er búinn að henda í eitt kit ef coopers lager, sem varð eins og flatur bjór þynntur með hvítvíni á bragðið, og eina eplacíder lögun, sem varð einnig hálfleiðinleg á bragðið, hugsanlega af því að ég var hálfrakur þegar ég lagði í, og notaði í kæruleysi bara brauðger...
En til að redda þessu yfir á drekkanlegt form, þá renndi ég þessu gegnum eimarann, og sat eftir með ljómandi góðan snafs, það er svo gott sem ómögulegt að klúðra lögun sem fer síðan í gegnum hann,
En ástæðan fyrir skráningu minni hér er einföld, mig langar að finna fleiri áhuga bruggara fyrir austan,
sérstaklega ef einhver er í all grain hér sem væri til í að leyfa mér að kíkja við og fylgjast með
Kv Elí