Þó að afrakstur fyrstu AG tilraunar minnar sé ekki enn farin að gerjast (sjá viðkomandi þráð) er ég byrjaður að huga að þeim næsta. Ég er spenntur fyrir því að gera hveitibjór úr þeim hráefnum sem Ölvisholt hefur upp á að bjóða.
Ég las í gegnum þráðinn "Fyrsti hveitibjórinn" eftir "Idle" áhugaverðar upplýsingar þar á ferð. Ég er að hugsa um að hafa hlutföllin 50/50 hveitimalt og Pilsner eða Pale malt, hvorri tegundinni mælið þið með? Er e-ð vit í því að nota hveitiklíð til að koma í vega fyrir stuck sparge eða kannski bara vona það besta, meskikerið mitt er kælibox með klósettbarka.
Reyndar á ég ekki ger sem hæfir stílnum, ef einhver getur selt mér slíkt má viðkomandi láta mig vita! Gæti það ekki komið ágætlega út að nota venjulegt ölger, ég mun allavega eiga afgang af maltinu til að brugga hveitibjór með hefðbundnu geri síðar.
Annað atriði, ætti ég að hafa áhyggjur af pH gildinu? Hvernig er best að stjórna því?
Ég las einhvers staðar að hveitiklíð gæfi óbragð af sér. Það hljómar sennilega, fyrst vanalega eru notuð hrísgrjónahýði til að passa að skolunin stíflist ekki. En menn hafa verið að meskja með allt uppundir 60% hveiti án teljandi vandræða, þannig að ég myndi nú ekki hafa miklar áhyggjur. Bara blása inn í slönguna ef allt stíflast, það virkar stórvel.
Ef þú notar venjulegt ölger færðu eflaust fínan bjór, en þú færð lítinn sem engan hveitibjórskarakter. Hvort sem um ræðir þýskan hveitibjór (weizen) eða belgískan (wit) kemur megnið af karakternum úr gerinu. Þegar þurrger er annars vegar er WB-06 æðislegt í weizen og mér skilst (hef ekki prófað það ennþá) að T-58 sé snilld í wit (reyndar þekki ég einn úti sem finnst það langbesta wit gerið, og hefur hann þó ótakmarkaðan aðgang að fljótandi geri). Ég myndi sjálfur ekki nenna að hafa fyrir því að gera bjór með svona miklu hveiti nema hafa rétt ger til starfans.
Það er verra ef pH gildið er allt of hátt (reyndar minna áhyggjuefni í svona lítið humluðum stíl, en samt ekki gott). Ég henti bara dass af gipsi út í meskinguna þegar ég gerði minn hveitibjór. Fyrsta smökkun úr fötunni gefur til kynna að hann sé einstaklega ljúffengur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Ég hef notað hefðbundið wit-ger í belgísku hveitibjórana mína og prófaði eitt sinn T-58 og hef ekki notað neitt annað síðan(hagkvæmt og alltaf til í ísskápnum). Ég hef ekki heyrt um neinn sem hefur gert wit með T-58 og ekki fundist hann algjörlega sambærilegur í karakter og hveitibjór gerður með wit-geri.
Í gerjun: Jólaöl 2009 Í þroskun: Bláberjalambic 2007 Í flöskum: Margt Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
Ég stefni að því að gera tvöfalda lögn og langar að gerja annan helminginn með WB-06 geri og hinn með T-58.
Þann helming sem ég gerja með T-58 gerinu langar mig að krydda, helst með kóríander og sítrónu/appelsínu. Ég get ekki soðið aukaefnin með virtinum þar sem ég vil hafa þann helming sem gerjaður verður með WB-06 ókryddaðan. Hvernig er best að bera sig að, kæmi það illa út að krydda í primary og setja beint á flöskur, væri betra að setja á secondary til að krydda?
Enn er áætlað að notast við 50/50 Wheat malt og Pilsner malt. BeerSmith segir að venjan sé að nota ómaltað hveiti í Witbier en það er ekki í boði þetta skiptið. Þar segir líka notast eigi við Pale Malt, er kannski ráð að skipta Pilsner maltinu út fyrir Pale malt? Ég stefni á 15 IBU sem eru efri mörk þýska stílsins en neðri mörk þess belgíska.
Er ekki rétt hjá mér að 10 dagar séu hæfilegur gerjunartími fyrir þessa bjóra?
Ég myndi persónulega ekki krydda bjórinn. Bæði gefur T-58 svo skemmtilegan kryddkarakter eitt og sér, og svo myndirðu ekki finna muninn á milli gerafbrigða nógu vel ef þú færir að bæta einhverju auka út í. En ef þú vilt það endilega myndi ég gera vodkaextract og bæta út í eftir smekk áður en þú tappar.
Tíu dagar ættu að vera feykinóg. Byrjaðu bara eftir viku að taka mælingar, og ef gravity er stöðugt í þrjá daga, smelltu þessu þá á flöskur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Eyvindur wrote:Ég myndi persónulega ekki krydda bjórinn. Bæði gefur T-58 svo skemmtilegan kryddkarakter eitt og sér, og svo myndirðu ekki finna muninn á milli gerafbrigða nógu vel ef þú færir að bæta einhverju auka út í. En ef þú vilt það endilega myndi ég gera vodkaextract og bæta út í eftir smekk áður en þú tappar.
Tíu dagar ættu að vera feykinóg. Byrjaðu bara eftir viku að taka mælingar, og ef gravity er stöðugt í þrjá daga, smelltu þessu þá á flöskur.
Takk fyrir þessa ábendingu! Læt kryddið líklega vera þetta skiptið.
Einhver sem hefur skoðun á Pilsner vs. Pale malt, eða aðrar ábendingar? Ég mun líklega henda smá gipsi með í meskinguna.
Mill heilræði væri þetta: ,,Gangtu hægt um humlana hlið þegar þú gerir hveitibjór." Ég gerði einn sem var með 45 gr @ 6% alpha í 50 ltr (15 IBU) Mátti ekki vera meira.
Nú styttist í að þessir tveir fari á flösku, helmingur gerjaður með WB-06 og hinn með T-58.
Ég vil kalla þann sem gerjaður er með WB-06 hefðbundinn þýskan hveitibjór en hinn Witbier. Beersmith segir mér að hefðbundið kolsýrumagn þýska stílsins (15A Weizen/Weissbier) sé 2,5-2,9 volumes. Þetta kemur mér á óvart þar sem Beersmith segir að hefðbundið kolsýrumagn í amerísku ljósöli sé 2,3-2,8 og ég hélt að þýskur hveitibjór ætti að vera vel kolsýrður og þá meira kolsýrður en t.d. amerískt ljósöl. Skv. Beersmith er hefðbundið kolsýrumagn fyrir Witbier (19B) á bilinu 2,1-2,7, ég býst við að þær tölur séu réttar.
Stemma tölurnar í Beersmith? Hvaða kolsýrumagni ætti ég að stefna að?
Samkvæmt þessum þræði (http://www.beersmith.com/forum/index.ph ... 4.msg13220" onclick="window.open(this.href);return false;) er þetta villa í BeerSmith og ætti að vera 3.6 - 4.5. Ég datt í þessa gildru. Það verður ekki eins spennandi að smakka fyrstu hveitibjórs lögnina mína síðar í vikunni.
Ég myndi hika við að nota ÖB flöskur fyrir svona mikið kolsýrðan bjór. Ég myndi eingöngu nota flöskur undan flöskuþroskuðum bjór, helst hveitibjór. Maður sér það á því hvað glerið er þykkt. Erdinger flöskurnar eru til dæmis mjög fínar, sem og Fuller's.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Vissulega ætti maður að hafa varann á varðandi of háa kolsýru og ég hef oft lesið einhverjar hryllingssögur á spjallsvæðum. Hinsvegar hef ég sett hveitibjórana mína á 4.5 og hef þá notað venjulegar flöskur líka, ekkert vandamál þar(7, 9, 13). Það er að minnsta kosti mikilvægt að bjórinn eigi ekki neinn gerjanlegan sykur eftir fyrir átöppun.
Í gerjun: Jólaöl 2009 Í þroskun: Bláberjalambic 2007 Í flöskum: Margt Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði