Ég hef spáð svolítið í hvernig megi ná þessum límmiðum af þessum flöskum en alveg sama hvaða efni ég hef sett á flöskurnar, límið situr alltaf eftir.
Í einhverri klikkun í dag þá ákvað ég að prófa olíu á límið og merkilegt nokk þá virkaði það til að fjarlægja límið. Eftirfarandi eru leiðbeiningar um hvernig eigi að taka þessa límmiða af.
A.t.h. eftir að ég rakst á grófan svamp og prófaði hann, þá varð ég margfalt fljótari að fjarlægja límið (tók mig undir mínútu fyrir 1 flösku).
- Nauðsynlegir hlutir
- Matarolía (eða WD-40)
- Grófur svampur (eða eldhúspappír / tuska)
- Heitt vatn
- Uppþvottasápa
- Uppþvottabusti

Skref 2: Buna (sjóð)heitu vatni á fremri miðann.

Skref 3: Buna (sjóð)heitu vatni á aftari miðann.

Skref 4: Fjarlægja miða og staðsetja flösku undir krana aftur.
Miðana er auðvelt að fjarlægja með því að plokka í hliðina, ná taki á miðanum og draga hann svo af flöskunni. Þú þarft ekki að vanda þig að þessu.

Hér sést flaska með lími og nauðsynleg tól til að fjarlægja límið; Matarolía og eldhúsbréf.

Nærmynd af líminu.

Skref 5: Settu slatta af olíu í svampinn/eldhúsbréfið/tuskuna, láttu sjóðandi vatn renna á flöskuna í smá stund svo að límið mýkist aðeins. Nuddaðu svo svampinum/bréfinu/tuskunni vel með olíunni á límfletina. Mér reynist best að dreifa olíunni vel yfir allan flötinn (báðu megin) og einbeita mér svo að smá smá svæði í einu.
Hér sést að mér verður aðeins ágengt með flöskuna.

Hér sést greinilega að það er smá lím eftir á flöskunni.

Skref 6: Eftir að allt límið er uppleyst (útþynnt) þá skaltu setja smá uppþvottasápu á flöskuna og skrúbba flöskuna vel til að leysa upp matarolíuna. Settu svo flöskuna undir vatn til að skola sápuna af henni.
Hér er búið að fjarlægja allt lím.

Ástæðan (held ég) fyrir því að matarolía leysir upp þetta lím er að límið er olíubyggt og það sem að gerist er að matarolían þynnir út límið eins og vatn þynnir út akrílmálningu.
Vonandi nýtast þessar leiðbeiningar einhverjum.