Ætla að fara að versla mér dót í meskiker. Var að pæla í að versla mér þetta 35 L kælibox í húsasmiðjunni og var að velta fyrir hvort einhver sé að nota svoleiðis og hversu vel það heldur hita (Minna en 1-1,5°C tap á klst?).
Einni þætti mér gagnlegt að vita hvernig menn þéttuðu kranann. Nokkuð viss um að það eru fleiri hugmyndir til en ein.
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
Ef svo er hvað eru þið að ná að koma mikið af korni í þetta box ?
Einmitt svona. Það mesta sem ég hef sett í mitt, eru 6,57 kg. af korni og 16,38 lítrar af vatni. Það var nokkuð fullt, líklega ekki nema 3 eða 4 sentimetrar upp að brún.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Ég er með eitthvað svipað kælibox úr byko. Það er 27 lítrar og ég meskja 9.5-10kg í því án hiks. Nýtnin er sama og venjulega hjá mér, eða um 70%.
Kælibox eru samt ekki á hverju horni núna og frekar dýr. Þegar sumarið fer að nálgast fara búllur eins og rúmfatalagerinn, hagkaup og fleiri staðir að fá þetta á lager og þá verða þau bæði ódýrari og til í miklu fleiri stærðum.
Já ég skoðaði þetta í byko en fannst það svo rosalega lítið þar sem ég vill helst gera 2x19L eða 2x 25L skammta í einu, ætla að henda saman einu DIY kæliboxi og svo skiptir maður því kannski út í sumar ef annað skemmtilegra kemur á markaðinn
Squinchy wrote:Fór í húsasmiðjuna áðan og er nokkuð viss um að starfsfólkið viti ekki alveg hvað kælibox er en hvað með það, þá er bara að fara útbúa það til sjálfur
Þeir eru ekki með þetta inn í verslun núna, eru að geyma þetta á lager fyrir sumarið einhverra hluta vegna - þannig að þú verður að panta af lagernum þeirra (starfsfólkið þarna er btw ekki sérstaklega mikið með á nótunum þarna af minni reynslu).
Þú pantar í versluninni og borgar þar og þeir senda beiðni á lagerinn í holtagörðum og þangað ferðu og sækir þetta.
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
Squinchy wrote:Fór í húsasmiðjuna áðan og er nokkuð viss um að starfsfólkið viti ekki alveg hvað kælibox er en hvað með það, þá er bara að fara útbúa það til sjálfur
Þeir eru ekki með þetta inn í verslun núna, eru að geyma þetta á lager fyrir sumarið einhverra hluta vegna - þannig að þú verður að panta af lagernum þeirra (starfsfólkið þarna er btw ekki sérstaklega mikið með á nótunum þarna af minni reynslu).
Þú pantar í versluninni og borgar þar og þeir senda beiðni á lagerinn í holtagörðum og þangað ferðu og sækir þetta.
Þegar ég keypti kæliboxið var það bara til í geymlu í hafnarfirði, og maður fann bara einhvern í búðinni þar og sagði þeim að það væri kælibox á lagernum og þá hoppar einhver eftir því.
hordurg wrote:
Þegar ég keypti kæliboxið var það bara til í geymlu í hafnarfirði, og maður fann bara einhvern í búðinni þar og sagði þeim að það væri kælibox á lagernum og þá hoppar einhver eftir því.
Enda í Hafnarfirði.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór