Eins og margir bjórar frá SA passar Black Lager ekki alveg inn í neinn stíl, held ég. Hann er schwartzbier, en þó mun ristaðari en þeir eru vanalega. Um bæði schwartzbier og american dark lager gildir að liturinn á að vera mjög dökkur en lítið ristað bragð (þess vegna er jafnan notað afbitrað svart malt eða jafnvel litarefni). Þetta gildir hins vegar ekki um þennan.
Þetta er einn af mínum uppáhalds bjórum, og þegar ég kem lageringaraðstöðunni í gang stendur til að gera nett ristaðan schwartzbier, innblásinn af SA BL.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Takk fyrir svörinn strákar,
ég smakkaði þenna í fyrsta skiptið í gær, og já held að þessi sé svona í topp 5 sætum yfir besta bjór sem ég hef smakkað, fór að fikta á beersmith, en var/er alveg kaldur hvaða stíll þetta er,
jæja, sjámust á mogun
Eftir smá rannsóknarvinnu hugsa ég að það verði lítið mál að gera svipaðan bjór. Pilsner eða Pale Ale malt í grunninn, 5% CaraMunich og 5-10% Carafa Special. Einhverjir hlutlausir beiskjuhumlar og einhverjir góðir göfughumlar í lokin. Ætti að vera ljúft.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Er ekki verið að ræða um Black Lager frá Sam Adams? Dark Lager, er það til?
Dark Lager frá Samuel Adams þykir að minnsta kosti nægilega klassískur sem þýskur Schwarzbier að mati World Beer Cup 2008, vann til verðlauna þar.
Sjálfur hef ég ekki mikið að miða við, ég smakkaði hann og fannst mjög fínn. Hinn Schwarzbier bjórinn sem ég hef smakkað er Köstritzer og ég er mjög hrifinn af honum, enda einn af þeim bjórum sem upplýstu mig bjórlega séð. Komst að því að Köstritzer fæst í gleri á bar í miðbænum, á Zimsen.
Í gerjun: Jólaöl 2009 Í þroskun: Bláberjalambic 2007 Í flöskum: Margt Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
Ég áttaði mig ekki á að það væri verið að tala um Sam Adams Black Lager. Ég hélt að þetta væri enn einn snilldar Sam Adams bjórinn og giskaði á stíl út frá nafninu einu saman
arnilong wrote:Komst að því að Köstritzer fæst í gleri á bar í miðbænum, á Zimsen.
Ég fæ alltaf fiðring þegar ég frétti af bjór á Íslandi sem ég hef ekki smakkað. Ég ætla að kíkja þangað við tækifæri.
En jú Black Lager frá Sam Adams er pottþétt Schwarzbier, BJCP tiltaka hann meira að segja sem commercial example af stílnum : http://www.bjcp.org/2008styles/style04.php#1c" onclick="window.open(this.href);return false;