1. Já, venjulega er meskjað í öllu vatninu bara. Sumir hafa þó skolað smá, t.d. með því að leggja pokann í aðra fötu með hreinu vatni.
2. Það ku vera harðbannað að kreista kornið, þá fær maður óæskileg bragðefni
3. Ætli maður geti ekki notað nylon eða eitthvað álíka efni.
valurkris wrote:Brew in a bag er að heilla mig núna og ég er með nokkrar spurningar um það.
1. við meskinguna notar maður allt vatnið sem að maður hyggst nota í bjórinn?
2. ég er búin að lesa ýmist að maður eigi ekki að kreista virtinn úr pokanum og að það sé í lagi. Hvað segið þið
3. Hvaða efni er í lagi að nota í pokann
Þú getur notað allt vatnið eða hluta, það fer líklega eftir stærð pottsins og kornmagni hversu mikið þú notar. Þynnri mesking á ekki að skipta öllu máli (skiptar skoðanir um það).
Ekki kreista of mikið úr pokanum, þannig færðu tannín úr kornhýðinu víst.
Er ekki hægt að nota svona berjasíupoka úr ámunni (veit ekki hvort það séu til nógu stórir), eða skyrpoka...já eða e.k. nælonpoka
ath. ég hef ekki prófað BIAB sjálfur
Ég held að þetta sé yfirleitt gert úr hálfgagnsæju (s.s. sæmilega grófu, en þó ekki of) polyester gardínuefni, án litarefna að sjálfsögðu.
Ég hef séð menn á BIAB myndböndum snúa svolítið upp á pokann til að vinda, þannig að það er eflaust í lagi að gera það upp að einhverju marki, en það borgar sig að fara varlega.
Ég held að það sé best að nota allt vatnið, nema maður sé að gera eitthvað sterkara, en þá er einmitt fínt að henda þessu í fötu með heitu vatni til að skola (dunk-sparge er það kallað).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Herra Papazian (höfundur The complete joy of homebrewing) vill nota rétt rúmlega tvo lítra af vatni per kíló af malti í meskjuninni og hef ég venjulega fylgt því með ágætis árangri. Hann talar reyndar um að ef ætlunin er að þrepameskja (step mash) þá sé hægt að byrja með minna af vatni í próteinhvíldinni og nota það sem upp á vantar þá til að hækka hitann.
Varðandi meskipoka, þá nota ég svoleiðis og finnst það alveg brakandi snilld. Ég er með c.a. 27 lítra rafmagnspott með hitastilli og keypti mér fínan nælonpoka sem smellpassar ofan í pottinn. Ég er þá með kannski ellefu lítra af vatni á móti fimm kílóum af malti, meski það og svo þegar ég ætla að sparga þá lyfti ég pokanum upp úr pottinum og held honum á meðan aðstoðarmaður hellir skolvatninu yfir. Þetta er reyndar frekar erfið aðferð en hún dugar ágætlega.
Heldurðu ekki að dunk-sparge væri þægilegri? Ég las hjá einum af þeim sem þróuðu BIAB aðferðina að svona skol eins og þú talar um hefði ekki gefst mjög vel... FWIW.
Annars er það að of mikið meskivatn sé slæmt bara grýlusaga. Ég hef meira að segja heyrt suma halda því fram að skol-laus bruggun búi til betri bjór (minni hætta á tannínum o.fl.). Ég er mjög fylgjandi BIAB, og tel að fyrir utan mjög stóra bjóra (og stíla sem eru þess eðlis að þykk mesking sé til bóta) sé þetta bara hið ákjósanlegasta. Nýtnin er víst hin ágætasta hjá þeim sem nota þessa aðferð, og ég hef aldrei heyrt neinn tala um óæskilegt bragð eða neitt slíkt. Þetta er líka mun ódýrara og fljótlegra en aðrar aðferðir.
Ef ég væri ekki kominn upp á lagið með hefðbundnar aðferðir myndi ég nota BIAB... Og reyndar hef ég íhugað að gera það í og með, allavega til að gera fljótlega hversdagsbjóra.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Það er reyndar rétt, það er töluvert meiri hætta á "stuck sparge" með þessari aðferð. Ég er bara svo latur að ég nenni ekki að búa mér til neitt betra og fæ frekar konuna mína til að standa eins og auli og hræra í hratinu milli þess sem hún hellir meira vatni yfir. Þessi "dunk sparge" aðferð er þó eitthvað sem ég prófa örugglega í framtíðinni.
Hvað varðar meskivatnsmagn þá er ekki víst að maður finni neinn stjarnfræðilegan mun á því að hringla með hlutföllin. Fæstir heimabruggarar ná slíkri stjórn á öllum breytum í brugguninni að þeir geti yfir höfuð gert almennilegar tilraunir með þetta. Papazian talar um að minna meskivatn gagnist þeim ensímum sem brjóta niður prótein (proteolytic) og meira meskivatn gagnist þeim sem brjóta niður sterkju (diastatic). Ef maður er að nota malt frá Ölvisholti þá er það frekar mikið modified þannig að maður þarf í raun ekki að nota protein rest til að brjóta niður prótein, og þá er líklega betra að nota meira en minna meskivatn. Eða svo skil ég þetta.
Ég hef fyrst og fremst heyrt talað um að þynnri mesking geti gert virtinn gerjanlegri. Af þeim orsökum myndi ég til dæmis ekki nota mjög þunna meskingu í eitthvað á borð við sætan stout eða porter, eða annað sem ég vildi hafa í sætari kantinum í lokin. En ef maður er að gera einhvern léttan og auðdrekkanlegan bjór, sem maður vill hafa í þurrari kantinum er BIAB alls ekki síðri kostur en hefðbundnari aðferðir, held ég - raunar jafnvel betri ef maður horfir í tímasparnaðinn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór