Jæja þá er Kegoratorinn kominn á sinn stað í stofunni
Þarf að finna mér eitthver flott handklæði til að hafa ofan á undir glösin og svo líka Drip tray fyrir stútinn
Já, það vantaði lokin á kútana sem ég varð mér úti um, og ég þurfti að redda þeim að utan. En þau eru væntanleg og þá þarf ég bara að kaupa kolsýruhylki og slöngur, og svo shank og krana og dót sem þarf í kegerator umbreytinguna.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Var að skipta um kút áðan svo hann verði tilbúinn fyrir næstu helgi og tæmdi restina úr hinum sem var nánast tómur,
Hérna er 1 lítra party krúsin mín og 0.5L chill krúsin
Segðu mér eitt: Hvar fékkstu kolsýruhylki, á hvað, og þurfti að eiga eitthvað við það áður en þú gast notað það? Stefni á að ná mér í kolsýruhylki í vikunni, en er orðinn ansi ringlaður í þessu...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Co2 kútinn fékk ég gefins frá vini mínum en ísaga er að leigja Co2 kúta í mörgum stærðum, hef ekki fundið stað þar sem maður getur keypt kútinn sjálfan, svo þarftu þrýstijafnara svo þú getir haft stjórn á magninu af kolsýru sem fer í bjórinn, ég keypti minn í Gas-Tec sem er í sama húsi og american style bíldshöfða 14, kostaði eitthvað í kringum 9000.kr, svo bara eitthverjar slöngur sem þola þrýsting, ég nota svona venjulegar glærar matvæla slöngur og hosu klemmur á allt
Eyvindur wrote:Segðu mér eitt: Hvar fékkstu kolsýruhylki, á hvað, og þurfti að eiga eitthvað við það áður en þú gast notað það? Stefni á að ná mér í kolsýruhylki í vikunni, en er orðinn ansi ringlaður í þessu...