Sítrónuwit (höfundur Eyvindur)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Sítrónuwit (höfundur Eyvindur)

Post by sigurdur »

Ég setti í þennan í gær eftir uppástungu frá Eyvindi.

Skolunin festist hjá mér, sem að gerði mér endalaust erfitt fyrir .. endaði á að vera rúmur klukkutími að tæma meskikarið.

Nýtnin skaust upp úr öllu valdi, um 85% nýtni.

OG endaði í 1.060.
Ég vökvaði ekki gerið áður en ég henti því í gerjunartunnuna, en það var komið líf á einhverjum 3 tímum.

Code: Select all

BeerSmith Recipe Printout - http://www.beersmith.com
Recipe: Sítrónuhveitibjór
Brewer: Sigurður Guðbrandsson
Asst Brewer: Davíð
Style: Witbier
TYPE: All Grain
Taste: (35.0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 25.00 L      
Boil Size: 29.66 L
Estimated OG: 1.053 SG
Estimated Color: 4.3 SRM
Estimated IBU: 17.1 IBU
Brewhouse Efficiency: 75.00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
2.50 kg       Pale Malt (Weyermann) (3.3 SRM)           Grain        44.64 %       
2.50 kg       Wheat Malt, Pale (Weyermann) (2.0 SRM)    Grain        44.64 %       
0.60 kg       Oats, Flaked (1.0 SRM)                    Grain        10.71 %       
50.00 gm      Williamette [3.50 %]  (60 min)            Hops         16.6 IBU      
25.00 gm      Fuggles [4.50 %]  (1 min)                 Hops         0.5 IBU       
0.50 tbsp     Ground coriander (Boil 5.0 min)           Misc                       
2.00 items    Lemon Peel zest (Boil 5.0 min)            Misc                       
1 Pkgs        SafBrew Wheat (DCL Yeast #WB-06)          Yeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body, Batch Sparge
Total Grain Weight: 5.60 kg
----------------------------
Single Infusion, Medium Body, Batch Sparge
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 14.61 L of water at 76.1 C      67.8 C        


Notes:
------
Útbjó zest af 2 sítrónum með kartöfluskrælara og hitaði það í ofni við 100°C í 80 mín, malaði það svo. Uppskrift frá Eyvindi.

-------------------------------------------------------------------------------------
VIÐBÓT:
Mynd af sýninu fyrir gerjun.
Image
Last edited by sigurdur on 17. Jan 2010 16:29, edited 1 time in total.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Sítrónuwit (höfundur Eyvindur)

Post by Eyvindur »

Ég mun gera 40l af þessum í kvöld - reyndar skipti ég því í tvennt og set sítrónu og kóríander í helminginn en hef hinn óbragðbættan.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sítrónuwit (höfundur Eyvindur)

Post by hrafnkell »

Verður þessi ekki eitthvað áþekkur Freyju með sítrónunni og kóríander?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sítrónuwit (höfundur Eyvindur)

Post by sigurdur »

Held ekki, þeir nota appelsínubörk og nota börkinn með öllu (hvíta beiska partinum líka) og þurrka ekki í ofni að mér vitandi. Einnig er Freyja 4.5%, en þessi uppskrift gerir ráð fyrir um 5-5.5%.
Þar sem að mér datt ekki til hugar að þynna bjórinn áður en ég setti hann af stað í gerjun, þá verður minn frá 6-6.7% ABV .. sem að er helvíti mikið ólíkt freyju ;)

Freyja er síuð, þessir bjórar stefna á enga síun og engin fjörugrös fyrir max grugg-effect.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sítrónuwit (höfundur Eyvindur)

Post by hrafnkell »

Börkurinn sem þeir nota í Freyju er þurrkaður... Sá það hjá þeim um daginn.

Ég meinti svosem ekki að þetta yrði eins bjór, var bara að pæla hvort þetta væri ekki í áttina?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sítrónuwit (höfundur Eyvindur)

Post by sigurdur »

Ég býst við að þeir stefna báðir í sömu átt til að byrja með, witbier. Hinsvegar þá held ég að þeir séu mjög ólíkir.
Mættu bara á næsta fund, ég ætla að reyna að vera búinn að setja bjórinn á flöskur og fá hann til að ná upp góðri kolsýru.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Sítrónuwit (höfundur Eyvindur)

Post by Eyvindur »

Reyndar er þetta ekki wit, frekar weizen. Ss. þýskur hveitibjór, ekki belgískur. WB-06 er þýskur weizen, og mér skilst að sítróna sé algengari þar en í belgíu (sel það ódýrt). Eftir sem áður er þetta af sama meiði, og verður eflaust í áttina að Freyjunni (hvort hún er ekki meira að segja gerjuð með sama geri...).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sítrónuwit (höfundur Eyvindur)

Post by sigurdur »

Ég tók mælisýni áðan þar sem að hægt hefur töluvert í vatnslásinum. Bjórinn mældist í 1.013 (rúm 6% ABV núna).
Ég ætla að leyfa honum að klára þar til um helgina og setja hann mögulega á flöskur þá.

Image
Post Reply