Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Jæja, ég komst í gegnum meskingu og skolun (með herkjum) og gerði stóra lögun af weizen í gærkvöldi. Komst að því að potturinn minn ræður ekki við stærri skammta en 35l - þar sem ég get illa mælt meira en 30l ofan í pottinn var þetta svolítið skot í myrkri. Í öllu falli er ég með 35l í gerjun. Í 20l ætla ég að setja sítrónubörk og kóríander eftir gerjunina, en hinir 15 fá að vera ómengaðir.
Uppskriftin var u.þ.b. svona:
4 kg Pilsner
4 kg Hveiti
1 kg Hafraflögur
55g Willamette (60 mín)
50g Fuggles (1 mín)
(Svo henti ég restinni af Willamette humlunum út í með Fuggles í lokin - kannski 10-15g).
Meskingin var í svalari kantinum, en ég var reyndar með svo lélegan hitamæli að ég get ekki verið 100% viss. Reyndi að miða á 65-66, og held að það hafi gengið eftir, nokkurn veginn. Ég náði um 80% nýtni. OG var því aðeins hærra en til stóð, en ekkert stórvægilegt.
Þegar gerjun er lokið mun ég skræla utan af sítrónu, þurrka í ofni, mylja og henda í fötuna, ásamt kóríander. Ef mér finnst svo vanta meiri sítrónukarakter viku síðar ætla ég að búa til extract með vodka og skella því út í um leið og bjórinn fer á kút.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Nei, ég nota ekki hvíta dótið, sem er það beiska. Þeir sem til þekkja segja að maður eigi ALLTAF að þurrka börk áður en maður notar hann - maður fær víst ekki alla anganina úr ferskum berki. Og ég þekki það af eigin raun að heill börkur er ekki góður...
Ég las góðan pistil um þetta á Midwest foruminu um daginn, frá manni sem hefur gert miklar tilraunir með hvers kyns berki.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Eyvindur wrote:Gerjunin gengur stórvel. Búbblíbúbbl... Tóm gleði.
Búbblíbúbbl er skemmtilegt. Líklega er skorturinn á ánægjustunum gerlanna orsök svefnleysis míns að undanförnu.
Hvers vegna notaðirðu annars hafraflögurnar, fyrst þú ert með 50/50 pilsner og hveiti? Hefði haldið að hveitið myndi gefa næga fyllingu og haus eitt og sér? Eða ertu e. t. v. að eltast við þessa "extra chewy" áferð?
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.