Heimagerð potta/meskipotts einangrun

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Heimagerð potta/meskipotts einangrun

Post by sigurdur »

Ég vildi betrumbæta plastsuðutunnuna þannig að ég stökk út í búð og keypti eftirfarandi:
1 pk 2" léttull (minnir mig að hún heitir .. mjúk og bygjanleg)
1 rl állímband
1 rl heavy duty álpappír

Ég vildi ná að halda hitanum betur í pottinum á meðan ég er að sjóða þannig að ég sló í þetta verkefni.

Ég tók engar myndir af verknaðinum sjálfum, en hann er eftirfarandi:
1. ull í innra lag, álpappír í ytra lag. Állímband til að halda þessu saman.
2. botnin var smá ull, þrefalt lag af álpappír og fullt af límbandi til að vernda álpappírinn.

Niðurstan er þessi:
Image

Ég prófaði að brugga með þessu áðan og það virkaði alveg æðislega vel. ekkert að neinu.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Heimagerð potta/meskipotts einangrun

Post by valurkris »

Þetta er flott, ég ætla að gera eithvað svipað við meskikerið mitt sem er úr 30l bruggfötu.

Hvar fékstu ullina? Byko?
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Heimagerð potta/meskipotts einangrun

Post by sigurdur »

Já, fékk hana í Byko.
Ég var í leit að svona léttull með álpappír áföstum en þeir eru víst hættir að taka hana inn.
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Heimagerð potta/meskipotts einangrun

Post by Squinchy »

Þetta er snilld :D, er klárlega að fara útbúa eina svona innan skamms
kv. Jökull
Post Reply