Konni

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Konni
Villigerill
Posts: 3
Joined: 15. Jan 2010 01:43

Konni

Post by Konni »

Sælir félagar, Hákon hér kallaður Konni
Ég er nú augljóslega nýr hér á spjallinu og fékk þá flugi í hug í kvöld að hvernig væri ef maður myndi ekki fara brugga bjór sjálfur, hef íhugað þetta oft í einhver ár nú og nú loksins er viljinn að koma til þess að láta þetta bresta af stað.

Þær spurningar eða kannski bara ein spurning er sú ; Hvar er best að byrja?,Hvað þarf ég til verknaðins?, hvaða bjór væri best fyrir nýgræðling að byrja á? og svona eitthvað sem ykkur gæti dottið í hug að nýgrælingur gæti notið góðs af.

Þið mynduð fullkomna kvöldið fyrir mér ef þið mynduð svara mér með ráðleggingum ykkar

Takk
kv Konni
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Konni

Post by Eyvindur »

Full seint víst að fullkomna kvöldið (enda er löngu komin nótt hjá mér þegar klukkan er að nálgast tvö), en ég get reynt að fullkomna daginn.

Ég ráðlegg öllum að fara beint út í all-grain (þ.e. að brugga frá grunni). Gæðamunurinn á því og sírópssettunum er svo geysilegur að því er ekki hægt að lýsa, auk þess sem hráefniskostnaðurinn er svipaður, jafnvel minni.

Til þess þarftu pott. Stærðin á honum fer eftir því hvað þú ætlar að gera mikið í einu. Ef þú ætlar að gera 20l í senn þyrftirðu helst 30l pott (myndir mögulega sleppa með 25), eitthvað ílát til að nota sem meskiker, eða poka úr nyloni eða svipuðu sem þú gætir sett kornið í og framkvæmt meskingu í pottinum (athugaðu þó að þá þyrftirðu töluvert stærri pott). Flestir nota kælibox með klósettslöngubarka eða götóttum rörum í botninum sem meskiker, en ég nota reyndar plastfötu sem ég vef svefnpoka utanum. Þú þarft að geta soðið virtinn á góðri suðu, en flestar eldavélar ráða við það.

Auk þessa þarftu gerjunarfötu(r), mæliglas, flotvog, vínþjóf eða sprautu til að ná upp sýnum, hitamæli, hævert, fullt af flöskum og örugglega eitthvað sem ég er að gleyma...

Hvað varðar uppskrift fer það svo mikið eftir því hvað þér finnst gott að drekka. Brúðkaupsöl Úlfars er ljóst og létt, en svo eru mjög margir hrifnir af rauðöli eða öðru... Það eru fáir ölstílar sem eru ekki á færi byrjenda, þannig að þetta fer bara eftir því hvað þér finnst gott að drekka.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Konni
Villigerill
Posts: 3
Joined: 15. Jan 2010 01:43

Re: Konni

Post by Konni »

Takk kærlega fyrir þetta Eyvindur, mér líst mjög vel á að hella mér beint í all-grain, hef smakkað sýrópsdæmið hjá félaga mínum fyrir nokkrum árum , var ekki neitt til að hrópa húrra yfir, og mér finnst fínt að fara bara í grunninn strax bara.

Takk
kv Konni
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Konni

Post by Eyvindur »

Það er frábært. Sírópið fælir marga frá þessu (sem er ekkert skrýtið að mínu mati).

Ég mæli með því að kíkja á http://www.howtobrew.com" onclick="window.open(this.href);return false; til að fá grunnupplýsingar. Þú getur líka gúglað Brew in a bag (BIAB) og skoðað þá aðferð. Kíktu líka á myndbönd. Youtube inniheldur heilmargt skemmtilegt (all-grain brewing - fullt af gleði kemur upp). Texti á það til að rugla mann svolítið í þessu, myndbönd skýra þetta betur. Þegar þú ert búinn að fá smá skynbragð á það hvernig þetta virkar (jafnvel gætirðu líka heimsótt einhvern á bruggdegi, við erum flestir held ég mjög opnir fyrir slíku) muntu átta þig á því hvernig þér hentar best að koma þér upp græjum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Konni
Villigerill
Posts: 3
Joined: 15. Jan 2010 01:43

Re: Konni

Post by Konni »

Takk kærlega fyrir það Eyvindur
ég mun skoða þetta allt þegar nær dregur að fyrsta brugginu og hlakkar mig óheyrilega til

kv Konni
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Konni

Post by Bjössi »

Konni:
Það fer að styttast í að ég leggi í eina lögn, það verður þessi helgi eða í versta falli næstu, þér er velkomið að kíkja í heimsókn, ef ekki einhver annar er ekki búinn að bjóða þér, sendu bara á mig póst
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Konni

Post by Andri »

Þetta hljómar flókið á pappír, ég var alltaf hálf hræddur við meskinguna en eftir að ég sá þetta framkvæmt sá ég að þetta var rosalega einfalt
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply