Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Þessi fór á flöskur fyrir rúmri viku síðan og var smakkað í gærhvöldi
4,5kg pale ale malt
0,4kg cara munic
0,1kg cara araoma
30gr first gold 60min
30gr casgate 30min
30gr goldings ek 10 min
fg 1.052
og 1.010
klárlega sá allra besti sem hef gert hingað til, þessi verður fínn um jólin, tók traustataki uppskrift frá kristfin og breitti
hann var með eitthvað vinnublað hér fyrir ekki alllöngu síðan
þennan smökkuðið þið á síðasta fundi, Kristfin þú talaðir um að vantaði miðju í hann
Hvernig mundir þú breita honum þannig að kæmi meiri fylling?
ég sjálfur er ánægður með malltbragð af honum en eins og Krisfinn segir með réttu, vantar eitthvað í hann
Fæ að kommenta þrátt fyrir að ég hafi ekki verið á fundinum (því miður).
T.d. með því að setja munich í staðin fyrir pale ale malt.
F.G. er nokkuð lágt. Hugsanlega meskja hærra eða (léttara) bæta örtlítið af crystal malti (cara munich eða cara aroma).