Ég er enn að velta fyrir mér aðferð við meskjun og skolun
meskja við 67°C í 60 min
tappa af í suðupott, og svo kemur það sem ég skil ekki...
bæti í vatni um 12-13ltr 75-80°C en efhverju svona heitt? Með þessu fær maður ógerjanlegan sykur þegar vatnið er yfir 70°C
hræra í og bíða í um 15min, endurtaka þar til rettum lítrum er náð í suðupott
með þessari aðferð ætti að nást nálægt 75% (vona ég)
annars er ég að farast af áhyggjum, þessi fíni hvitibjór sem ég laggði í á föstudag er ekki enn farinn að búbbla, kannki er ekki nóg súrefni? ætti ég að hræra í?