gerði AG lögn þarsíðasta föstudag, og fór ekki að bubbla fyrr en um 2 dögum senn, er búbbl er svo til hætt eða alveg að hætta, en það sem ég var að spá í er ekki ok að láta virtinn vera sirka 2 vikur í gerjunarkútnum og setja beint á flöskur? s.s. sleppa því að færa á milli í annan kút
Hef gert 3 AG og alltaf gert eins, láta virtin vera í sama gerjunarkút sirka 2 vikur, sjóða niður um 120gr sykur blanda varlega í kútinn svo botnfallið hrærist ekki með
Verður nóg að gera hjá mér næstu helgar, það eru 50ltr í gerjun, núna og ætla ég að leggja í aftur núna um helgina strax og er búinn að tappa á flöskur
Jú, það er í góðu lagi. Ég hef samt þá reglu á að flytja yfir í aðra fötu fyrir átöppun, hvort sem ég sleppi secondary eða ekki. Þá verða síður einhver "óhöpp" með að fá botnfallið í flöskurnar.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Ég hef gert þetta þannig líka, tappa yfir á aðra fötu og skil þannig megnið af drullunni eftir í gerjunarfötunni. Svo hræri ég sykrinum saman í fötu nr 2 og set svo á flöskur. Hef verið að fá mjög tæran og fínan bjór úr því finnst mér.
Reyndar er secondary líka notað til að láta bjór eldast (ef hann situr of lengi á gerkökunni er hætta á skemmdum), og sömuleiðis ef bæta á ávöxtum, humlum, kryddi eða öðru út í á leiðinni. Ofantaldar ástæður eru þær einu sem gilda hjá mér. Ég nota aldrei secondary ef ekkert af þessu stendur til.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Er einhver sem mælir mikið á móti því að setja þurran sykur beint í flöskur: cirka aðeins meira en hálfa tsk (rosa nákvæmt), sleppa secondary og fylla beint á flöskur?
Mér dettur í hug tvennt sem gæti farið úrskeiðis í fljótu bragði.
Yfirþrýstingur gæti myndast í flöskum og þær sprungið ef ekki er vandað sig nóg.
Of mikið ger færi með í flöskur.
Hvað segið þið?
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
Það er kannski ekkert sem mælir á móti því en já það er hætta á flöskusprengjum ef sykurmagnið er of mikið og þú færð meira gerbotnfall í flöskurnar. Það er kannski betra að mæla sykurmagnið sem á að nota í reiknivél eins og þessari http://www.tastybrew.com/calculators/priming.html" onclick="window.open(this.href);return false; leysa upp í heitu vatni og blanda rólega í primary, setja svo á flöskur.
Aðallega tveir gallar sem ég kem auga á. Í fyrsta lagi er erfitt að mæla rétt magn af sykri fyrir hverja flösku fyrir sig og eins myndi ég ekki setja sykur sem ég væri ekki búinn að sjóða í bjórinn minn.
Stærsti kosturinn við að nota sér átöppunarfötu er sá að maður mælir sykurinn fyrir alla suðuna í einu, sýður hann í smá vatni, hellir sýrópinu í botn átöppunarfötunnar og þegar þú ert búinn að fleyta bjórnum yfir ertu með allt vel blandað.
Ég væri samt helst til í að geta gert þetta þannig að ég myndi útbúa sykurlausn í vökvaformi og setja hana á flösku með sodastream-skammtara eða einhverju nákvæmara. Svo myndi ég pumpa kanski 10ml ofan í hverja flösku og fylla svo á hana beint úr primary.
Þannig fengi maður tærasta bjórinn, því ef maður sogar óvart eitthað upp, þá lendir það bara í einni flösku en ekki í öllum bjórnum í hinni fötunni.
Sykurlausnin þyrfti að vera missterk miðað við hvernig bjór maður væri að tappa á, daufari fyrir enska bjóra og sterkari fyrir hveitibjóra. Minnsta mál í heimi að reikna það út ef maður veit hvað skömmtunarpumpan dælir miklu.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
Það sem ég myndi helst telja gegn því að mæla í hverja flösku fyrir sig er að það væri svo erfitt að gera það alveg nákvæmlega, að það væri mjög hæpið að hafa jafna kolsýringu á öllum flöskunum. Það yrði mjög leiðinlegt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Ég notaði svona í IPA-inn minn en get ekki sagt hvort að þetta sé góð eða slæm hugmynd. http://www.coopers.com.au/homebrew/hbrew.php?pid=7" onclick="window.open(this.href);return false; Mjög einfalt að nota þetta, 1 stykki í 33 cl flöskur og 2 stykki í 50 cl.
Ég er samt frekar skeptískur á þetta og ætla að frekar að sjóða niður sykur og blanda út í átöppunarfötu næst.
Eyvindur wrote:Það sem ég myndi helst telja gegn því að mæla í hverja flösku fyrir sig er að það væri svo erfitt að gera það alveg nákvæmlega, að það væri mjög hæpið að hafa jafna kolsýringu á öllum flöskunum. Það yrði mjög leiðinlegt.
Já ég er orðinn sammála eftir að hafa lesið mér betur til
Takk fyrir commentin.
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
Ég held að það væri eina sniðuga leiðin að láta sykur í botteling bucket til að ná sama magni í allann vökvann.
Sniðugt ef þú ert með mismunandi stærðir af flöskum.
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Braumeister wrote:
Stærsti kosturinn við að nota sér átöppunarfötu er sá að maður mælir sykurinn fyrir alla suðuna í einu, sýður hann í smá vatni, hellir sýrópinu í botn átöppunarfötunnar og þegar þú ert búinn að fleyta bjórnum yfir ertu með allt vel blandað.
Nákvæmlega það sem ég ætlaði að segja.
Þetta blandast best ef maður hellir sykurlausninni á botninn og fleytir bjórnum ofan á hana.
þegar ég setti porterinn minn á flöskur um daginn, þá sauð ég dextrosann í potti með smá vatni og setti í botninn á fötunni.
fleytti síðan ofanaf kökunni og ofanaá sykurinn, með slönguna alveg niður á botn. hrærði ekkert í.
þegar ég var síðan búinn að setja í næstsíðustu flöskuna sá ég að það var soldið af sykri í botninum. lét mig samt hafa það og setti restina í eina flöskur. hélt henni þó sér og fyrir svona viku setti ég hana í vaskinn í þvottahúsinu og handklæði yfir, var alveg handviss um að hún mundi springa en langaði að sjá samt til.
síðan í gær, 2 vikum eftir að ég setti á flöskur, var ég að setja annan bjór á flöskur. tók tilraunaflöskuna og setti uppá borð og þvoði flöskur og soddan. síðan var ég uppi eitthvað að sýsla þegar ég heyrði eitthvað hljóð. pældi ekki í því þá.
en þegar ég kom niður, þá hafði flaskan sprungið inni í þvottahúsi og í veggir og gólf voru öll í þykku malti. glerbrot um alla neðri hæðina, jafnvel þótt að sjónlínan frá flöskunni hefði verið fyrir 2 horn og inn í herbergi.
en tilraunin staðfesti að þetta getur sumsé gerst.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Úff, ég hélt að tappinn færi þá alla vega fyrst af... en ekki að flaskan spryngi í tætlur.
Annars ákvað ég að poppa porternum þínum í kvöld. Ef státinn minn verður eitthvað nálægt þessu þá verð ég mjög glaður. Virkilega góður bara. Fullorðins.
Skal muna að koma flösku til þín þegar hann er klár.
Í gerjun: Ekkert Á flöskum: ESB Á teikniborðinu: Jólabjór
kristfin wrote:það er hinsvegar hægt að fokka þessu upp.
þegar ég setti porterinn minn á flöskur um daginn, þá sauð ég dextrosann í potti með smá vatni og setti í botninn á fötunni.
fleytti síðan ofanaf kökunni og ofanaá sykurinn, með slönguna alveg niður á botn. hrærði ekkert í.
þegar ég var síðan búinn að setja í næstsíðustu flöskuna sá ég að það var soldið af sykri í botninum. lét mig samt hafa það og setti restina í eina flöskur. hélt henni þó sér og fyrir svona viku setti ég hana í vaskinn í þvottahúsinu og handklæði yfir, var alveg handviss um að hún mundi springa en langaði að sjá samt til.
síðan í gær, 2 vikum eftir að ég setti á flöskur, var ég að setja annan bjór á flöskur. tók tilraunaflöskuna og setti uppá borð og þvoði flöskur og soddan. síðan var ég uppi eitthvað að sýsla þegar ég heyrði eitthvað hljóð. pældi ekki í því þá.
en þegar ég kom niður, þá hafði flaskan sprungið inni í þvottahúsi og í veggir og gólf voru öll í þykku malti. glerbrot um alla neðri hæðina, jafnvel þótt að sjónlínan frá flöskunni hefði verið fyrir 2 horn og inn í herbergi.
en tilraunin staðfesti að þetta getur sumsé gerst.
Þess vegna hef ég það til siðs, að fleyta bjórnum ofan á sykurlöginn, og hræra svo undur varlega saman (ekki hleypa lofti í bjórinn). Það hefur dugað mér til þessa.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
aki wrote:Úff, ég hélt að tappinn færi þá alla vega fyrst af... en ekki að flaskan spryngi í tætlur.
Annars ákvað ég að poppa porternum þínum í kvöld. Ef státinn minn verður eitthvað nálægt þessu þá verð ég mjög glaður. Virkilega góður bara. Fullorðins.
Skal muna að koma flösku til þín þegar hann er klár.
neibb. tappinn var belgdur upp, en fastur á flöskunni. ég held að þetta hafi verið græn flaska undan moosehead bjór. hluti af flöskunni fór bara í fínan sand.
en ég bjó mér til svona vetrarpottrétt í kvöld, þungan og sterkan, drakk porterinn með. þetta féll eins og flís við rass. porterinn hefur mikið breyst á einni viku síðan ég smakkaði hann síðast. núna er hann búinn að vera 2 vikur á flösku. verður spennandi eftir nokkra mánuðu
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
ég hef einmitt gert svona tilraunir. Reynt að búa til flöskusprengjur úr Thule flöskum.
Vafði hana þétt með handklæði lét ofan í gerjunarfötu og lokaði, ekkert gerðist eftir 5 vikur, prófaði að opna flöskuna og vá hvað það gaus mikið.
Setti eplasíder í hana og held ég 2-3 teskeiðar af sykri.
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)