Sælir verið þið.
Ég er nýr hér og er nýbúinn að redda mér beerkit með öllu því helsta og ætla að byrja að brugga minn fyrsta bjór um helgina. Án þess að vita neitt sérstaklega hvaða beer kitt er fínt að byrja með að brugga þá keypti ég Canadian Drought beer kit í ámunni.
Það sem ég var að velta fyrir mér er hvort ég eigi að fara algjörlega eftir leiðbeiningunum sem fylgdu vörunni eða hvort betra er að fara öðrivísi að.
Þar er sagt að maður eigi að hella innihaldinu + 1 kg af dektrósa í bruggunarfötu og sjóða síðan 4,5 lítra af vatni og hella því svo út í. Síðan bætir maður 18,5 lítrum af köldu vatni, ef það dugar ekki til að kæla bjórinn á maður að láta hann standa örlítið á köldum stað. Hrista á svo til að fá súrefni og bæta svo gerinu út í og loka fötunni. Nú á maður að bíða í 5 daga.
Þá næst Syphonar maður bjórinn í annan fermentor og setur lock á. Þá bíður maður þangað til gerjun er lokið 7-10 dagar og Specific gravity er 1,004 - 1,012.
Er þetta góð aðferð til að byrja með? Er ekki betra að sjóða allt saman í potti í stað þess að hella sjóðandi vatni yfir? Og hvað með gerjunina, er sniðugt að loka fötunni í 5 daga án þess að hleypa CO2 út úr kerfinu og skipta svo yfir í fermentor með lock á? Var líka að pæla hver tilgangurinn með þessu mikla magni á dektrósa sem notað er í gerjuninni (1 kg).