hvaða uppskriftir hafið þið prufað og hverjar heilla ykkur mest, finnst bestar á bragðið osfr
8 kg sykur
alcotec 48 pure turbo super yeast
21 l vatn
fellir 1 í 24 tíma og þá fellir 2 það sem eftir er
þetta gefur 23 lítra af "úrvals" 20% gambra, sem er svosem ágætur með sítrónusafa og smá flórsykri
ég prufaði að renna honum í gegnum viðarkols síu og notaði hann síðan í mohito, það kom bara helvíti vel út
Mér finnst umræða um gambragerð ekki alveg samræmast tilgangi Fágunar, sem er ekki síst að bæta orðspor heimabruggs og undirstrika það hvað slíkt er oft menningarlegt. Þess vegna gerum við mikið úr umræðu um fín blæbrigði bjórs, víns, mjaðar o.s.frv., en bönnum umræður um eimingu með öllu. Að sama skapi finnst mér gambri ekki falla inn í þennan yfirlýsta tilgang okkar.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
þetta var nú bara tilraun til að sjá hvort þetta væri hægt, hvort ég gæti stjórnað aðstæðum osfr. þess vegna er ég að óska eftir uppskriftum, finnst fulldýrt að borga 20þús kall í ámunni fyrir "heimatilbúið" rauðvín
ég sé heldur hvergi að ég hafi verið að tala um eimingu eða neitt þvíumlíkt, ég las reglurnar þegar ég kom hingað inn og geri mér fulla grein fyrir í hvaða tilgangi þetta spjall er uppi, og nafnið á félaginu segir reyndar allt um tilganginn, (áhugamenn um gerjun) svo ég tel mig vera á réttum stað í réttum tilgangi
Nei, ég var ekkert að tala um að þetta væri neitt brot á reglum. Finnst þetta bara ekki eiga heima hér. Þú getur séð góðar og ódýrar vínuppskriftir á vínspjallinu, sem gefa af sér bragðgóð og flott vín. Ég er þeirrar skoðunar að þetta spjall sé eingöngu staður fyrir umræður um gerjun bragðgóðra drykkja og matfanga, en gambri hefur samkvæmt mínum skilningi þann tilgang einan að gera mönnum kleift að nálgast ódýrt áfengi til að detta í það. Ég er að benda á þetta með fullri virðingu, eingöngu til að reyna að standa vörð um ímynd þessa félagsskapar, vegna þess að það sem við ræðum hér hefur á sér býsna slæma mynd í augum margra og ég vil leita allra leiða til að gæta þess að Fágun fái ekki á sig einhvers konar fyllibyttustimpil. Ég er alls ekki að setja þetta fram sem einhvers konar árás á þig, eingöngu að benda á að umræða sem þessi gæti orkað tvímælis fyrir utanaðkomandi aðila sem kynnu að heimsækja þennan ágæta vef. Ég vil alls ekki að þú takir þetta óstinnt upp, er eingöngu að koma með vinsamlega ábendingu.
Hvað spurningarnar þínar varðar hef ég ekki hugmynd um neitt þegar kemur að einhverju túrbógeri.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Gambrinn er viðbjóður að mínu mati, ef þú lætur hann sitja lengi þá fellur gerið og þetta verður ansi tært en þetta verður ennþá súrt.. Fellur mun hraðar við kælingu. Ég prófaði einu sinni að gera gambra og setti hann í bilaðann ískáp sem var með hitastigið -2°C. Gerið var ansi fljótt að falla en þetta var algjör viðbjóður og þú þyrftir að þrífa kolin ansi oft eða nota mikið magn af kolum til að gera þetta drekkanlegt.
Mér finnst þessar pælingar ekkert slæmar svo lengi sem ekki er farið út í eimingu eða eitthvað álíka.
Getur örugglega gert fínt fíflavín með sykri og fíflum en .. ég hugsa að sykur einn og sér gerjaður getur aldrei verið góður..
Færð líklega betri útkomu ef þú minnkar prósentuna eitthvað þá stressarðu gerið minna. Svo væri gaman að prufa bara nokkrar mismunandi ger gerðir til að gá hvað er best.
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Eyvindur wrote:Nei, ég var ekkert að tala um að þetta væri neitt brot á reglum. Finnst þetta bara ekki eiga heima hér. Þú getur séð góðar og ódýrar vínuppskriftir á vínspjallinu, sem gefa af sér bragðgóð og flott vín. Ég er þeirrar skoðunar að þetta spjall sé eingöngu staður fyrir umræður um gerjun bragðgóðra drykkja og matfanga, en gambri hefur samkvæmt mínum skilningi þann tilgang einan að gera mönnum kleift að nálgast ódýrt áfengi til að detta í það. Ég er að benda á þetta með fullri virðingu, eingöngu til að reyna að standa vörð um ímynd þessa félagsskapar, vegna þess að það sem við ræðum hér hefur á sér býsna slæma mynd í augum margra og ég vil leita allra leiða til að gæta þess að Fágun fái ekki á sig einhvers konar fyllibyttustimpil. Ég er alls ekki að setja þetta fram sem einhvers konar árás á þig, eingöngu að benda á að umræða sem þessi gæti orkað tvímælis fyrir utanaðkomandi aðila sem kynnu að heimsækja þennan ágæta vef. Ég vil alls ekki að þú takir þetta óstinnt upp, er eingöngu að koma með vinsamlega ábendingu.