Ein korn tegund

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Ein korn tegund

Post by Bjössi »

Hefur einhver prófað að nota bara eina korntegund t.d. Pala ale malt og enga eða bara eina gerð af humlum, hvernig kemur það út?
eg er að spá í þessu vegna þess að mig vantar "baseline" á bragði
Hef gert 2 AG lagnir eftir uppskriftum en í raun veit eg ekki hvaða bragð er af hverju
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Ein korn tegund

Post by Idle »

Kristján (kristfin) hefur gert SMaSH (Single Malt and Single Hop) sem lukkaðist alveg ljómandi vel. Minnir að hann hafi notað Premium Pilsner og Amarillo. Veit ekki með að sleppa humlunum alveg, held að það yrði ekkert sérstakt. En svona SMaSH uppskriftir eru ágætar og einmitt til þess ætlaðar að kynnast hráefnunum betur. Tekur eina gerð af grunnmalti (t. d. Pale Ale, Pilsner eða Munich), og humlar með einni tegund af humlum.

Svo er ágætt að smakka kornið sjálft; mér finnst ég fá nokkuð góða hugmynd um einkenni þess þannig. E. t. v. gera te úr lítilræði af humlum (út í 80°C heitt vatn, eða þar um bil). Slíkt te veit ég að er hægt að kaupa tilbúið, en annars ekkert mál að gera það sjálfur. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Ein korn tegund

Post by Bjössi »

Takk fyrir þetta min gæri viskubrunnur :)
ég og félagi minn munum sennilega gera svona "simple" AG bjór næstu helgi
góður punktur hjá þer varðandi að sjóða smá og gera svona te
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Ein korn tegund

Post by kristfin »

bjössi þú smakkaðir smassið hjá mér um daginn. þér fannst það soldið "blómað" fyrst, en varst svo orðinn sáttur.

Code: Select all

Batch Size: 25,00 L     
Boil Size: 31,38 L
Estimated OG: 1,055 SG
Estimated Color: 5,4 SRM
Estimated IBU: 36,4 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
6,00 kg       Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)           Grain        100,00 %     
25,00 gm      Amarillo Gold [8,50 %]  (60 min)          Hops         25,4 IBU     
25,00 gm      Amarillo Gold [8,50 %]  (15 min)          Hops         6,8 IBU       
25,00 gm      Amarillo Gold [8,50 %]  (5 min)           Hops         4,2 IBU       
25,00 gm      Amarillo Gold [8,50 %]  (0 min)           Hops          -           
0,33 tsp      Irish Moss (Boil 10,0 min)                Misc                       
1 Pkgs        SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04)      Yeast-Ale       
svona var uppskriftin, en ég þurrhumlaði líka. slepptu því og þú ert góður.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Ein korn tegund

Post by kristfin »

þegar ég bruggaði þennan, þá tók ég smá smakk í hverju skrefi í framleiðslunni og smakkaði síðan til hliðar til að sjá hvernig bragðið þróaðist. það var mjög lærdómsríkt
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Ein korn tegund

Post by Bjössi »

Ahhh...já man eftir þeim bjór, fyrsta smakkið var það ekki? hann vann helv...vel á eftir 3-4 sopa
ég nota þessa uppskrift næst nema set kannski bara eina gerð af humlum, eftilvill bara Golding EK 30-40gr?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Ein korn tegund

Post by kristfin »

gætir prófað þetta svona

Code: Select all

Recipe: Simple Bjössi
Brewer: Bjössi
Asst Brewer: Drottinn
Style: American Pale Ale
TYPE: All Grain
Taste: (35,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 25,00 L      
Boil Size: 31,38 L
Estimated OG: 1,055 SG
Estimated Color: 5,4 SRM
Estimated IBU: 27,9 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
6,00 kg       Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)           Grain        100,00 %      
35,00 gm      Goldings, East Kent [5,00 %]  (60 min)    Hops         16,5 IBU      
35,00 gm      Goldings, East Kent [5,00 %]  (15 min)    Hops         8,2 IBU       
35,00 gm      Goldings, East Kent [5,00 %]  (5 min)     Hops         3,3 IBU       
35,00 gm      Goldings, East Kent [5,00 %]  (0 min)     Hops          -            
0,33 tsp      Irish Moss (Boil 10,0 min)                Misc                       
1 Pkgs        SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04)      Yeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Full Body, Batch Sparge
Total Grain Weight: 6,00 kg
----------------------------
Single Infusion, Full Body, Batch Sparge
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 18,00 L of water at 78,0 C      70,0 C        


Notes:
------
sjá http://www.homebrewtalk.com/f66/simple-simon-amarillo-pale-126850/

golding hefur lægri sýrustuðul en amarillo, því þarf meira til að fá sama IBU
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Ein korn tegund

Post by Bjössi »

Þessi er flottur, tek þennan næstu helgi
Kærar þakkir
Post Reply