Mér finnst ekki hafa fundið neina almennilegan samanburð á þessum forritum, hvaða forrit eruð þið að nota og hverjir finnst ykkur kostirnir við það umfram hitt.
Ég var að spá bjóða þessi forrit upp á þann fídus ef maður t.d. finnir áhugaverða uppskrift á netinu gæti það reiknað út svipaða uppskrfit m.v. möltin sem eru til í Ölfusholti m.v. möltin sem eru uppgefin í uppskriftinni o.s.frv?
Ég veit ekki til þess að það hafi nokkuð forrit tekið upp á því að endurreikna mölt fyrir uppskriftir miðað við hvað þú átt á lager, en hinsvegar þá þekki ég þetta ekki manna best.
Ég veit hinsvegar að það er búið að taka þessa umræðu of oft.
Ég kaus BeerSmith vegna BeerXML og þetta virðist vera ágætis forrit. Ég var búinn að reyna að komast að því hvort væri betra og komst að þeirri niðurstöðu að þau væru bæði betri.
Það er til pakki fyrir Weyermann malt í Beersmith, þannig að allar tölur um eiginleika maltsins frá þeim ættu að vera nokkuð réttar og því ætti að vera auðveldara að setja saman nákvæmari uppskriftir. Veit ekki hvort það sé til svipað fyrir Beertools. http://www.beersmith.com/Weyermann%20Malts.bsm" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég verð að benda á að BeerTools bæði opnar og flytur út BeerXML, auk þess sem allt Weyermann malt er þar inni.
Ég held að þetta sé allt spurning um það hvað manni finnst þægilegast. Fyrir mig var reyndar ekki um margt að ræða, þar sem ég nota frekar makka en pc (á bæði, hata Windows af svakalegri ástríðu - nota það bara ef afar ill nauðsyn ber til). Hef reyndar líka prófað Promash og fundist það fínt. Kann samt betur við BeerTools.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Eyvindur wrote:...þar sem ég nota frekar makka en pc (á bæði, hata Windows af svakalegri ástríðu - nota það bara ef afar ill nauðsyn ber til). Hef reyndar líka prófað Promash og fundist það fínt. Kann samt betur við BeerTools.
Prófaðu Beer Alchemy - það er mjög þægilegt í notkun eins og maður ætla mætti af forriti skrifuðu fyrir Makkan sérstaklega.
Í gerjun: ekkert Í lageringu á secondary: Sterkur S04 Á flöskum: ekkert Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT!