Sótthreinsiefni

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Sótthreinsiefni

Post by sigurdur »

Hvaða sótthreinsiefni notið þið til að þrífa t.d. flöskur og annað tilheyrandi bjórgerð? Hvernig finnst þér sótthreinsiefnið sem að þú notar?

Ég er sjálfur búinn að vera að nota IP-5 klórsóda frá ámunni en ég er ekki mjög hrifinn af því að ég þurfi að skola allt eftir að ég er búinn að sótthreinsa.

Hefur einhver prófað hreinsiefnið frá ensím/vínkjallaranum?
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Sótthreinsiefni

Post by Oli »

Ég hef notað IP5 til að hreinsa plast og gler, svo hef ég líka notað Betadine sem fæst út í apóteki til að sótthreinsa corny kúta ofl sem getur tærst upp ef maður notar IP5. Betadine er basicly það sama og Iodophor.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Sótthreinsiefni

Post by Eyvindur »

Ég nota bara klórsódann. Ég var að velta fyrir mér að panta eitthvað svona skolfrítt dæmi, en hætti við það. Klórinn er miklu sterkari og gefur manni ákveðið öryggisnet: Ef maður er með rispu í plastfötu (kannski án þess að vita af því) geta safnast fyrir örverur þar sem skolfrí hreinsiefni ná ekki til. Klórinn hins vegar brýtur niður lífræn efni, og ætti því að ná öllu. Þannig að ég held mig við klórsódann, enda finnst mér ekki svo mikil fyrirhöfn að skola vel, ef maður hefur í huga að líkurnar á sýkingu eru enn minni en annars.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Sótthreinsiefni

Post by Idle »

Ég er líka með IP-5, og hef svo sem ekki undan neinu að kvarta. Fyrst (áður en ég byrjaði að skola tólin) reiknaði ég með að þetta yrði leiðinda umstang, en svo er ég ekki nokkra stund að skola föturnar né annað með sturtuhausnum í baðkarinu. Annar kostur við það er að frúin verður svo hamingjusöm þegar baðkarið er vel þrifið. :D
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Sótthreinsiefni

Post by Andri »

ég er sáttur með klórsódann, bara leiðilegt að bíða eftir áhrifunum ef maður ákveður allt í einu að fara að brugga, best að láta þetta bíða í klst.
Ég þríf áhöldin bara með heitu vatni eftir notkun og svo klór áður en ég nota þau aftur.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sótthreinsiefni

Post by sigurdur »

Ég hafði ekkert betra að gera í smá stund þannig að ég ákvað að lesa grein þar sem að fjallað er um joðlausnir.
http://www.bayareamashers.org/content/m ... dophor.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
Eftir að hafa lesið þetta þá langar mig eiginlega bara að skipta yfir í joð.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sótthreinsiefni

Post by sigurdur »

Ég ákvað að kaupa mér Betadine og fór því í Lyf og Heilsu og keypti mér betadine.
Magnið sem að leyft er að kaupa án lyfseðils er 8ml, sem duga til þess að búa til 6.4 lítra af no-rinse lausn. Þetta kostaði 1300 krónur.
Ég var svo fúll yfir magninu og verðinu að ég ákvað að finna betri lausn á þessum vanda þannig að ég fann út að í mjólkurgeiranum er notað glyserín-joðófór (þýtt yfir á ensku er glycerine-iodophor) sem að framleitt er af mjöll-frygg.
Hægt er að kaupa 5 lítra brúsa af þessu hjá Remfló á rúmar 6000 krónur.
Ég reiknaði út hversu mikið af joðófór þyrfti í einn líter af vatni, en það þarf 0.625ml/l til að fá 12.5 ppm upplausn. (FYI, no-rinse upplausn af joðófór er á milli 12.5 til 25 ppm þannig að það er í lagi að setja frá 0.625 til 1.25 ml í líter af vatni).
Gróflega reiknað út, þá er kostnaðurinn við að búa til einn líter af no-rinse sanitation joðlausn minni en ein króna.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sótthreinsiefni

Post by sigurdur »

Já, áður en ég gleymi því .. einn svona 5 lítra brúsi er nóg til að gera 8000 lítra af no-rinse.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Sótthreinsiefni

Post by Idle »

Fjórir gætu skipt svona brúsa á milli sín, og átt meira en nóg. :D
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sótthreinsiefni

Post by sigurdur »

Alveg mjög auðveldlega.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sótthreinsiefni

Post by sigurdur »

IP5 heitir öðru nafni Alfa Gamma og er framleitt af Mjöll-frigg. Hægt er að nálgast þetta hjá t.d. N1 aðföngum. (veit ekki hvað það kostar).
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Sótthreinsiefni

Post by Öli »

Góð grein og mikilvægur punktur í henni:
Iodophor is not a cleaning agent. Items to be sanitized must be thoroughly cleaned beforehand. Chlorine is no more effective at sanitizing dirty items than is iodine.

Sem þýðir að ef kúturinn/áhöldin eru 'skítug', þá verður að hreinsa þau fyrst.

Persónulega nota ég bara klór (úr bónus) til að þrífa og sótthreinsa. Þrælvirkar.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sótthreinsiefni

Post by sigurdur »

Öli wrote:Persónulega nota ég bara klór (úr bónus) til að þrífa og sótthreinsa. Þrælvirkar.
Chlorine is no more effective at sanitizing dirty items than is iodine.
Ég vona að þú notir mjúkan klút til að þrífa ..
User avatar
Geiri
Villigerill
Posts: 18
Joined: 30. Aug 2009 22:50

Re: Sótthreinsiefni

Post by Geiri »

Ég las á bauknum að maður ætti að láta hann bíða í 1 klt eftir að hann er blandaður.

Hvernig er það getur maður blandað Klórsótan og geymt... til dæmis ef það á að nota hann eftir 1 til 2 daga?

Og eins langar mig að vita hvort þið þrífið nýjar flöskur með Klórsóta?
Kveðja
Geiri
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Sótthreinsiefni

Post by Oli »

sigurdur wrote:Ég ákvað að kaupa mér Betadine og fór því í Lyf og Heilsu og keypti mér betadine.
Magnið sem að leyft er að kaupa án lyfseðils er 8ml, sem duga til þess að búa til 6.4 lítra af no-rinse lausn. Þetta kostaði 1300 krónur.
Ég var svo fúll yfir magninu og verðinu að ég ákvað að finna betri lausn á þessum vanda þannig að ég fann út að í mjólkurgeiranum er notað glyserín-joðófór (þýtt yfir á ensku er glycerine-iodophor) sem að framleitt er af mjöll-frygg.
Hægt er að kaupa 5 lítra brúsa af þessu hjá Remfló á rúmar 6000 krónur.
Ég reiknaði út hversu mikið af joðófór þyrfti í einn líter af vatni, en það þarf 0.625ml/l til að fá 12.5 ppm upplausn. (FYI, no-rinse upplausn af joðófór er á milli 12.5 til 25 ppm þannig að það er í lagi að setja frá 0.625 til 1.25 ml í líter af vatni).
Gróflega reiknað út, þá er kostnaðurinn við að búa til einn líter af no-rinse sanitation joðlausn minni en ein króna.
ég keypti mér ca 300 ml flösku út í lyfju án vandræða, man ekki hvað hún kostaði samt.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Sótthreinsiefni

Post by kristfin »

idle og siggi. eigum við að skipta einum svona brúsa milli okkar?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sótthreinsiefni

Post by sigurdur »

kristfin wrote:idle og siggi. eigum við að skipta einum svona brúsa milli okkar?
Ég er til í það.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Sótthreinsiefni

Post by Idle »

kristfin wrote:idle og siggi. eigum við að skipta einum svona brúsa milli okkar?
sigurdur wrote:Ég er til í það.
Jább, strax í dag! :D
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Sótthreinsiefni

Post by kristfin »

hér er skemmtileg pæling með idophor

http://www.bayareamashers.org/content/m ... dophor.htm" onclick="window.open(this.href);return false;

ég ætla að kaupa mér brúsa af þessu. ég skal deila honum með áhugasömum ef það gengur eftir
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sótthreinsiefni

Post by sigurdur »

sigurdur wrote:Ég hafði ekkert betra að gera í smá stund þannig að ég ákvað að lesa grein þar sem að fjallað er um joðlausnir.
http://www.bayareamashers.org/content/m ... dophor.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
Eftir að hafa lesið þetta þá langar mig eiginlega bara að skipta yfir í joð.
:)
kristfin wrote:hér er skemmtileg pæling með idophor

http://www.bayareamashers.org/content/m ... dophor.htm" onclick="window.open(this.href);return false;

ég ætla að kaupa mér brúsa af þessu. ég skal deila honum með áhugasömum ef það gengur eftir
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Sótthreinsiefni

Post by kristfin »

ekkert nýtt undir sólinni.

ég dílaði við efnafræðing hja fyrirtæki hér í bæ. fæ 1-2 lítra hjá honum í vikunni. við skiptum þessu bara á milli okkar.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply