búðu til wirt, í hlutföllunum 1:10, vatn og maltextract (ef maltið er fljótandi, notarðu 20% meira)
td. 100 gr af maltexract og síðan fyllt upp í líter með vatni.
sjóða í 15 mín. kæla niður í stofuhita með vatni eða ís.
opna bjórinn, hella í glas, setja álpappír yfir stútinn, skilja 1/5 eða svo eftir í bjórnum. ekki snerta stútinn. smakka bjórinn í glasinnu og vera viss um að bjórinn sé ok. jafnvelhita toppinn á bjórflöskunni með kveikjara til að vera viss um að það séu engar bakteríur.
hella úti wirtinn og láta gerjast í nokkra daga við ríflegan stofuhita. toppurinn er að hafa þetta á hræriplötu á meðan til að tryggja stöðugt súrefnisflæði inn í wirtinn.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Það ber að taka fram að það þarf að stækka starterinn smátt og smátt til að fá rétt germagn. Oft er líka gott að byrja með lítinn sykur (lágt OG) og vinna sig upp samfara auknu magni. Mr. Malty er með reiknivél sem reiknar út hversu margra lítra starter þarf miðað við magn og OG af bjórnum. Ég held að ágætis þumalputtaregla sé að fara upp í rétt magn í 2 skrefum (fer eftir því hversu stóran starter við erum að tala um). Þetta er gert til að stressa gerið ekki.
Auk þess má benda á að það er vel hægt að gera all grain starter með pressukönnu og tehettu (eða álíka til að einangra). Árni gerir þetta gjarnan og kenndi mér handtökin. Meskingin á þessu tókst bærilega hjá mér (illa malað korn, reyndar), en því miður klikkaði starterinn. Ég kenni gerinu um það, því virtirinn virtist vera í góðu lagi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór