Ræktun á geri

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Ræktun á geri

Post by valurkris »

Hvernig fara menn að því að rækta ger úr bjórum
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Ræktun á geri

Post by kristfin »

þar kemur nú hristiplatan sterk inn.

búðu til wirt, í hlutföllunum 1:10, vatn og maltextract (ef maltið er fljótandi, notarðu 20% meira)

td. 100 gr af maltexract og síðan fyllt upp í líter með vatni.

sjóða í 15 mín. kæla niður í stofuhita með vatni eða ís.

opna bjórinn, hella í glas, setja álpappír yfir stútinn, skilja 1/5 eða svo eftir í bjórnum. ekki snerta stútinn. smakka bjórinn í glasinnu og vera viss um að bjórinn sé ok. jafnvelhita toppinn á bjórflöskunni með kveikjara til að vera viss um að það séu engar bakteríur.

hella úti wirtinn og láta gerjast í nokkra daga við ríflegan stofuhita. toppurinn er að hafa þetta á hræriplötu á meðan til að tryggja stöðugt súrefnisflæði inn í wirtinn.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Ræktun á geri

Post by valurkris »

Flott, þá mun ég rækta ger fyrir hveitibjórinn sem að fer vonandi að fara af stað í nóv :beer:

á bara eftir að fara í sigurplast og ná mér í 60l tunnu og föndra suðupott úr henni
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Ræktun á geri

Post by kristfin »

og nátturlega að hrista herlegheitin, áður og jafnvel á meðan gerjun stendur
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Ræktun á geri

Post by Oli »

valurkris wrote:Flott, þá mun ég rækta ger fyrir hveitibjórinn sem að fer vonandi að fara af stað í nóv :beer:

á bara eftir að fara í sigurplast og ná mér í 60l tunnu og föndra suðupott úr henni
Vertu bara viss um að það sé rétta gerið sem þú ræktar upp. Oft er notað lagerger við átöppun, amk á þýsku hveitibjórunum.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Ræktun á geri

Post by valurkris »

já var að komast að því :( þá kaupi ég bara ger og held svo áfram að rækta úr því
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Ræktun á geri

Post by Eyvindur »

Það ber að taka fram að það þarf að stækka starterinn smátt og smátt til að fá rétt germagn. Oft er líka gott að byrja með lítinn sykur (lágt OG) og vinna sig upp samfara auknu magni. Mr. Malty er með reiknivél sem reiknar út hversu margra lítra starter þarf miðað við magn og OG af bjórnum. Ég held að ágætis þumalputtaregla sé að fara upp í rétt magn í 2 skrefum (fer eftir því hversu stóran starter við erum að tala um). Þetta er gert til að stressa gerið ekki.

Auk þess má benda á að það er vel hægt að gera all grain starter með pressukönnu og tehettu (eða álíka til að einangra). Árni gerir þetta gjarnan og kenndi mér handtökin. Meskingin á þessu tókst bærilega hjá mér (illa malað korn, reyndar), en því miður klikkaði starterinn. Ég kenni gerinu um það, því virtirinn virtist vera í góðu lagi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply