Einfaldur bjór úr malti frá ölvisholti?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Einfaldur bjór úr malti frá ölvisholti?

Post by hrafnkell »

Ég er að hugsa um að skella mér í mitt fyrsta all-grain á næstunni, er búinn að finna mér kælibox, fötu og 3 hitaelement úr hraðsuðukatli.

Nú er það spurningin um uppskriftina. Mig langar að byrja á einhverjum einföldum ljósum bjór, úr hráefnum sem ég get fengið á Íslandi - Þá í ölvisholti og hugsanlega ger úr vínkjallaranum eða ámunni. Hvaða uppskrift dettur ykkur í hug þar sem ég þarf ekki að kaupa 3-4 tegundir af korni?

Vandamálið sem ég er nefnilega að pæla í að margar uppskriftir eru t.d. pale ale malt í grunninn, en svo eru nokkurhundruð grömm af hinum og þessum tegundum. Ég þarf hinsvegar að kaupa lágmark 5kg af hverju, og afgangurinn af "hinum" tegundunum fer líklega til spillis þar sem maður getur ekki geymt malað korn nema í einhverjar vikur.

Hvað er til ráða? Hvaða uppskrift getiði mælt með?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Einfaldur bjór úr malti frá ölvisholti?

Post by Idle »

SMaSH (single malt and single hops) - ein gerð af korni og ein af humlum. :)

T. d. Pale Ale og Goldings, eða Munich og Hallertauer, eða Pilsner og First Gold... Möguleikarnir eru margir.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Einfaldur bjór úr malti frá ölvisholti?

Post by kristfin »

þú getur geymt malað korn í nokkra mánuði án þess að hafa áhyggjur. settu bara í stóra ziplock poka og geymdu dótið.

einfaldast er að búa til smash öl eins og idle segir. þá ertu bara með base malt og eina tegund af humlum.

Code: Select all

NB Smash
Brew Type: All Grain Date: 24.10.2009 
Style: American Pale Ale Brewer: Kristján Þór Finnsson 
Batch Size: 15,00 L Assistant Brewer:  
Boil Volume: 18,21 L Boil Time: 60 min 
Brewhouse Efficiency: 75,0 % Equipment: Brew Pot (6+gal) and Igloo/Gott Cooler (5 Gal) 
Actual Efficiency: 14,0 % 
Taste Rating (50 possible points): 35,0

Ingredients Amount Item Type % or IBU 
3,50 kg Pale Malt (2 Row) Bel (3,0 SRM) Grain 100,0 % 
15,00 gm Northern Brewer [8,50%] (60 min) Hops 20,6 IBU 
15,00 gm Northern Brewer [8,50%] (15 min) Hops 10,2 IBU 
15,00 gm Northern Brewer [8,50%] (5 min) Hops 4,1 IBU 
15,00 gm Northern Brewer [8,50%] (0 min) Hops -  
0,20 tsp Irish Moss (Boil 10,0 min) Misc  
1 Pkgs SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04) Yeast-Ale  

Beer Profile Estimated Original Gravity: 1,054 SG (1,045-1,060 SG) Measured Original Gravity: 1,010 SG 
Estimated Final Gravity: 1,014 SG (1,010-1,015 SG) Measured Final Gravity: 1,005 SG 
Estimated Color: 5,0 SRM (5,0-14,0 SRM) Color [Color] 
Bitterness: 34,9 IBU (30,0-50,0 IBU) Alpha Acid Units: 2,3 AAU 
Estimated Alcohol by Volume: 5,2 % (4,5-6,0 %) Actual Alcohol by Volume: 0,6 % 
síðan er brúðkaupsölið hans úlfars. það hafa margir gert með góðum árangri. ég á reyndar eftir að prófa að búa það til en hef smakkað það.

Code: Select all

Brúðkaupsölið hans Úlfars
Brew Type: All Grain Date: 24.10.2009 
Style: American Pale Ale Brewer: Kristján Þór Finnsson 
Batch Size: 15,00 L Assistant Brewer:  
Boil Volume: 17,17 L Boil Time: 60 min 
Brewhouse Efficiency: 75,0 % Equipment: KF 50L pottur, 48 lítra meskiker 
Actual Efficiency: 15,3 % 
Taste Rating (50 possible points): 35,0

Ingredients Amount Item Type % or IBU 
2,10 kg Pale Malt (2 Row) Bel (3,0 SRM) Grain 65,4 % 
0,90 kg Munich Malt (9,0 SRM) Grain 28,0 % 
0,21 kg Caramunich Malt (56,0 SRM) Grain 6,5 % 
11,98 gm Chinook [13,00%] (60 min) Hops 25,5 IBU 
12,00 gm Cascade [5,50%] (0 min) Hops -  
0,20 tsp Irish Moss (Boil 10,0 min) Misc  
1 Pkgs SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04) Yeast-Ale  

Beer Profile Estimated Original Gravity: 1,049 SG (1,045-1,060 SG) Measured Original Gravity: 1,010 SG 
Estimated Final Gravity: 1,013 SG (1,010-1,015 SG) Measured Final Gravity: 1,005 SG 
Estimated Color: 9,4 SRM (5,0-14,0 SRM) Color [Color] 
Bitterness: 25,5 IBU (30,0-50,0 IBU) Alpha Acid Units: 1,4 AAU 
Estimated Alcohol by Volume: 4,7 % (4,5-6,0 %) Actual Alcohol by Volume: 0,6 % 
en ef þú ert klár. þá skal ég heita á þig með smassið. ég skal láta þig hafa hráefnið ef ég fæ hluta af afrakstrinum á flöskum. þú segir mér hvað stór hluti :)
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Einfaldur bjór úr malti frá ölvisholti?

Post by Bjössi »

Minn fyrsti all grain, var einmitt Brúðkaupsbjórinn hans Úlfars, var að setja á flöskur í gær,
gekk mjög vel, og lofar bragðið góðu, verst að verður erfitt að bíða fram í des, býst samt við að stelast í þetta í næsta mánuði
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Einfaldur bjór úr malti frá ölvisholti?

Post by kristfin »

ég prófaði mitt fyrsta allgrain eftir 3, 7 og 14 daga eftir það fór á flöskur. alveg drekkandi á 3ja, gott á 7. og frábært á 14. verður betra með hverjum degi
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Einfaldur bjór úr malti frá ölvisholti?

Post by hrafnkell »

Ég þakka góð svör, og gott tilboð kristfin. Ég er ekki alveg reddí í allgrain en þetta er allt að detta í gang. Ég reddaði mér kæliboxi í gær og þarf svo að fara á stúfana á morgun að redda mér gegnumtaki og íláti til að sjóða virtinn í.

Ég er búinn að sjá uppskriftir, t.d. brúðkaupsbjórinn hans úlfars, að þar eru 2 megin malttegundir, pale og munich, ásamt 2 tegundum af humlum. Ég þekki ekki bragðeiginleika malttegunda, en væri alveg útúr kú að henda caramunich út og nota bara pale og munich, og svo t.d. bara cascade humla? Eða einhverja aðra tegund af humli fyrir chinook þar sem hann fæst ekki hérna (hvaða tegund gæti komið í staðinn?)
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Einfaldur bjór úr malti frá ölvisholti?

Post by Braumeister »

Ef að þú ert til í að kaupa tvær tegundir að malti þá myndi ég kaupa Pale Ale og Caramunich.

En ef þú vilt gera þetta eins ódýrt eins og þú getur þá myndi ég prófa þetta:

Smash úr Cascade og Pale Ale:

Innihald:
5kg Pale Ale Malt og 100g Cascade.

Malt:
5kg Pale Ale Malt

Humlar:
First Wort Hops: 20g Cascade 7.5% AA (Hendir þessu ofan í pottinn um leið og þú byrjar að láta renna af meskingunni)
85 mín: 20g Cascade 7.5% AA
30 mín: 10g Cascade 7.5% AA
0 mín: 10g Cascade 7.5% AA

Dry hopping: 40g Cascade (Hendir þessu ofan í gerjunarílátið þegar verulega er farið að hægjast á gerjuninni og setur á flöskur viku seinna)

Suðumagn: 27L. Gerjunarmagn: 23L. OG 1.048, IBU: 35. Meskihiti: 67°C. Ger: Ölger.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Einfaldur bjór úr malti frá ölvisholti?

Post by hrafnkell »

2 tegundir af malti og humlum koma vel til greina, sérstaklega þegar hlutföllin á þeim eru 1/5, t.d. 4kg pale ale og 1kg caramunich. Caramunich virðist þó vera notað í frekar litlum mæli í uppskriftum, bara nokkurhundruð grömm á meðan munich virðist vera aðeins meira af. Það er þó bara það sem mér "finnst", af þeim fáu uppskriftum sem ég hef skoðað, og ég hef ekki hugmynd um hvaða áhrif kornið hefur á bragðið.. Þarf víst eitthvað að lesa mér til um það svo ég sé ekki að tala svona mikið um eitthvað sem ég veit lítið um.

Einnig kæmi til greina að kaupa með einhverjum hérna ef einhverjum vantar eitthvað eitthvað svoleiðis? Ég sé fram á að gera mér ferð í ölvisholt innan 1-2 vikna og þarf víst að ákveða hvaða bjór ég ætla að smíða mér fyrst. :)
Post Reply