Hvernig líður gerinu þínu?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Hvernig líður gerinu þínu?

Post by sigurdur »

Ég var að reika á vefnum þar til að ég rakst á þessa áhugaverðu lesningu á oz.craftbrewer.org um ger. Ég las þetta í gegn og held að ég sé aðeins fróðari fyrir vikið um næringu gers. Ég mæli a.m.k. að fólk lesi þetta í gegn til að fá hugmynd um hvernig hægt sé að láta gerjun ganga betur fyrir sig.
http://oz.craftbrewer.org/Library/Metho ... east.shtml" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hvernig líður gerinu þínu?

Post by kristfin »

ég las þetta og núna er ég komin með gerjunarkvíða.

ætli að það megi álykta eftir þetta að í 25 lítra tunnu af öli sem er að stefna á 6%abv sé ekki nóg 11.5 grömm af s04?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Hvernig líður gerinu þínu?

Post by Oli »

notaðu reiknivélina til að finna það út. Ég nenni ekki að vera stressa mig á þessu geri, setja bara nóg af því, 2pk í hverja 20 ltr :)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hvernig líður gerinu þínu?

Post by sigurdur »

SÁEÖFÞH
Það er trúlega nóg af geri sem að er tilbúið í gerjun á virtinum þínum.

En þú getur haft þetta til hliðsjónar næst þegar þú bruggar að bæta við t.d. zink viðbót við lok suðu (10m) svo að gerið hafi nægt zink og verði ekki næringarsnautt.

Ég ætla að kaupa mér ph pappír (100 í pakka á 1 þús) til að geta miðað á rétt ph stig við næstu meskjun svo ætla ég að leita að zinki.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hvernig líður gerinu þínu?

Post by kristfin »

hvaða ph er maður að leita að í meskjuninni.

einn gamall frændi minn sagði mér að þegar hann var að brugga í gamla daga, og hann bjó til mikið fínan bjór, þá hefði hann notað epsom salt, til að fá vatnið líkara því þýska.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hvernig líður gerinu þínu?

Post by sigurdur »

Mig minnir að fyrir ljósa bjóra þá vilji maður pH gildi í kring um 5.2 en hærra ef maður er að gera dekkri bjóra.
Þú getur skoðað tvær áhugaverðar síður til að vita meir um pH gildin,
How to brew - Kafli 15
Homebrewtalk.com Understanding mash pH
Post Reply