Íslensk hugtök

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Íslensk hugtök

Post by aki »

Ég er að velta fyrir mér íslenskum hugtökum yfir það sem við erum að ræða hér. Er svo sem rétt að byrja að kynna mér hinar mörgu ólíku tegundir bjórs: Mynduð þið segja að þessi orðanotkun væri viðeigandi?

Ale = Öl
Beer = Bjór
Lager = Lageröl
Lambic = Villibjór (?)
Gruit/Grut = Mungát (?)
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
dax
Kraftagerill
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Íslensk hugtök

Post by dax »

Hops = Humlar
Grain = Korn
Wort = Virtur
Yeast = Ger
Mash = korngrautur?
Mash tun (Lauter tun) = meskiker
Sparge = skolun
Aerate = Loftun
Ale = Alur?
All-grain = Kornbrugg?
Alpha Acids = Alfa sýrur
Racking = Umhelling
Bitter = Beiskja
Body = fylling
Chill haze = kæliþoka
Draff = Hrat
Gravity = sykurþyngd
Priming = ?
Grain Bill = ?
Grist = Kornmulningur?
Trub = Gerkaka?

Endilega komið með aðrar/betri þýðingar á því sem ég hef ekki hitt á. :)
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Íslensk hugtök

Post by Eyvindur »

dax wrote:Hops = Humlar
Grain = Korn
Wort = Virtur
Yeast = Ger
Mash = korngrautur?
Mash tun (Lauter tun) = meskiker
Sparge = skolun
Aerate = Loftun
Ale = Alur?
All-grain = Kornbrugg?
Alpha Acids = Alfa sýrur
Racking = Umhelling
Bitter = Beiskja
Body = fylling
Chill haze = kæliþoka
Draff = Hrat
Gravity = sykurþyngd
Priming = ?
Grain Bill = ?
Grist = Kornmulningur?
Trub = Gerkaka?

Endilega komið með aðrar/betri þýðingar á því sem ég hef ekki hitt á. :)
Ég held að wort kallist virtir, ekki virtur.
Mash tun er meskiker eða hrostastampur, en lauter tun er annað fyrirbæri (í heimabruggun er þetta bara oftast sama ílátið). Man ekki hvort það er eitthvað sérstakt orð yfir lauter tun.
"Loftun" er ekki alveg að virka yfir "aerate" finnst mér. Loftmettun eða eitthvað...
Ale er öl.
Racking kallast fleyting á íslensku. Að fleyta yfir.
Grain bill er kornsamsetning.
Trub er botnfall (getur verið mun fleira en bara ger).

Við vorum með þráð einhvers staðar þar sem var byrjað að safna íslenskum hugtökum. Spurning um að kíkja þangað og bæta við, frekar en að fara af stað með nýjan...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Íslensk hugtök

Post by Stulli »

Mashtun er meskikar og lautertun er hrostastampur ;)
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Íslensk hugtök

Post by aki »

Er edda.fagun.is virkt?

Ég var nú aðallega að fiska eftir því hvort mönnum þætti mungát ásættanlegt orð yfir það sem er kallað gruit/grut á ensku og þýsku (og er sama orðið og "grautur" - en fjandinn hafi það að ég fari að kalla bjórinn minn graut).

Ástæða þess að ég spyr er að ég er að hugsa um að gera svona bjór án humla næsta sumar, þegar ég er kominn með aðeins meiri reynslu í heilmaltsbruggun. :geek:
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Íslensk hugtök

Post by kristfin »

hvernig ætti maður að þýða "Stout"
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Íslensk hugtök

Post by sigurdur »

kristfin wrote:hvernig ætti maður að þýða "Stout"
Ensk-íslensk stout Framburður

NAFNORÐ
dökkur og sterkur bjór
LÝSINGARORÐ
digur; sver; gildur; sterkbyggður; þolgóður
Tekið af ordabok.is
User avatar
dax
Kraftagerill
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Íslensk hugtök

Post by dax »

Við gætum kallað stout sverri... eða ekki.
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Íslensk hugtök

Post by aki »

Ég leit aðeins á Tímarit.is og þetta virðist aldrei auglýst sem neitt annað en 'Stout' (fyrir áfengisbannið þ.e.) en stundum 'Porter'.

Orðið er samt til á íslensku í lýsingarorðinu "státinn" - svo kannski er "stát" eða "státi" bara fínt orð.
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Íslensk hugtök

Post by Idle »

Sterköl?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
dax
Kraftagerill
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Íslensk hugtök

Post by dax »

Státi er gott!

Eitt sinn státi, ávallt státi.
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Íslensk hugtök

Post by Eyvindur »

Stát er eina orðið sem er til. Athugið þó að stout og porter er ekki það sama.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
dax
Kraftagerill
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Íslensk hugtök

Post by dax »

Einn sem ég kannast við, og er með 5 háskólagráður, myndi kvarta yfir því að "Stát" væri lélegt íslenskt orð, því það fallbeygðist ekki. "Státi" er þannig kannski íslenskara. Ég mun nú samt trúlega nota einfaldlega Stout. :)

kv,
-daX

P.s.: Gaman að því að Ölvisholt er örnefni mánaðarinns á heimasíðu Árnastofnunnar:
http://arnastofnun.is/
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Íslensk hugtök

Post by Eyvindur »

Það beygist álíka mikið og pipar.

Stát
Stát
Stát
Státs

Pipar
Pipar
Pipar
Pipars

Meira að segja mætti hafa Stát með "i" á eftir í þágufalli, og þar með er það, samkvæmt skilgreiningu menntamannsins, orðið íslenskara en orðið pipar.

Ég er sjálfur ansi mikill málverndarsinni, en þetta snýst alltaf um að fara milliveginn á milli þess að tala gott mál og að finna orð yfir hlutina sem er líklegt að fólk noti. Enginn myndi nokkurn tíma segja: "Má ekki bjóða þér einn góðan státa?" Á hinn bóginn er fínt að tala um "portara" frekar en "porter".
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply