Humlar á útsölu

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Humlar á útsölu

Post by Oli »

Gróðinn af þessu er örugglega ekki mikill, bara það að þeir séu að bjóða upp á þetta er frábært. Þegar við byrjuðum að rotta okkur saman á facebook hópnum "bjórgerð" var ekki hægt að redda neinu hráefni nema í gegnum vefverslanir að utan. Nú eru meðlimir hérna komnir yfir hundrað og fleiri og fleiri fara út í all grain þannig að þessi bissnes gæti nú farið stækkandi hjá þeim og þá vonandi verður meira úr að velja í framtíðinni.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Humlar á útsölu

Post by Idle »

Það væri unaðslegt að þurfa ekki að standa í þessum vefviðskiptum erlendis. Ég vildi líka gjarnan fá meira úrval hjá þessum víngerðarverslunum hérna.

Þegar Fágun verður stór og stælt með urmul af útrásarvíkingum, verður kannski opnuð heil verslanakeðja um allt land, með allt sem bruggarans hugurinn girnist. ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply