Anchor Liberty er í áttina að IPA og var Fritz Maytag stofnandi Anchor brugghússins einn af frumkvöðlum bjórendurreisnarinnar vestra á áttundaáratug síðustu aldar. Má segja að með þessum bjór hafi Fritz komið IPA inn á kortið í Bandaríkjunum. Ég vona bara að Liberty-inn er í góðu standi.
Duchesse, í flæmska rauðölsstílnum, er alveg hreint magnaður bjór í mínum bókum og bjór sem að ég mæli hiklaust með ef að fólk vill komast inn í tunnuþroskaða/örveru ("wild", en þó í raun samt ekki) bjóra. Mér finnst bæði frábært og ótrúlegt að verið sé að flytja þennan inn
Ég hef ekki enn náð að kíkja í Kringluna eða Heiðrúnu, þannig þetta er ekkert endilega enn komið í hillu, en maður vonar það bara.