jæja.
ég hafði svo góðan tíma í kvöld, konan úti með konunum og við krakkarnir heima í volæði.
ákvað að þrusa eplunum bara á flöskur.  þau eru búin að vera núna að síðan 17 ágúst.
setti á 12 vínflöskur og primaði síðan þá 17 lítra sem voru eftir með 110 grömmum af kornsykri og setti á bjórflöskur.
 
notaði tækifærið og prófaði nýju plasttappana sem ég keypti í henni ameríku.  mikið rosalega er gaman að setja þá í.  þeir bara detta ofaní.
 
bragðið er milt, þurrt, frískandi, svalandi.  ég var svo hissa að ég tók mér í stórt glas og sötraði meðan ég var að dunda.  eftir svona gott mjólkurglas var ég nú á því að sennilega væri þetta áfengt.  ég flotvóg ekki þegar þetta fór í fötuna, en núna er þetta 1.000 og hárpípumælirinn segir að þetta sé 8%.
en ég er mjög sáttur.  þetta er mjög gott og ég hugsa að þetta verði betra og betra næstu 2 árin.