pantalon chaud Saison

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

pantalon chaud Saison

Post by arnilong »

Þetta er einhverskonar öl sem er ætlað að vera í Saison stíl. Ég hafði alltaf ætlað mér að panta Wyeast Saison ger að utan en ákvað að reyna við T-58 gerið og prófa þá hið fyrrnefnda seinna ef þessi tilraun heppnast ekki vel hjá mér. Hann er í primary núna, gerlarnir dansandi eins og enginn sé morgundagurinn.....

OG: 1.064
Expected FG: 1.011
ABV: ~7.1 %
90 min. suða
21 IBU
4.2 SRM

German Pilsner malt 73.1 %
German wheat malt 8.6 %
German Munich 8.6 %
CaraMunich II 1.1%
Strásykur (15 min fyrir lok suðu) 8.6%

Hellertauer Hersbrucker (3.6 % alpha), 28gr, 60 Min
Perle (9.4 % alpha), 10gr, 60 Min

1 tsk svartur mulinn pipar
1 tsk mulinn kóríanderfræ

US-05 SafAle, Notaði af gerköku úr Düsseldorf alt.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: pantalon chaud Saison

Post by halldor »

Hvað gerir strásykurinn fyrir bjórinn?
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: pantalon chaud Saison

Post by halldor »

halldor wrote:Hvað gerir strásykurinn fyrir bjórinn?
Þá er ég að meina afhverju strásykur en ekki einhver önnur gerð sykurs?
Plimmó Brugghús
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: pantalon chaud Saison

Post by arnilong »

arnilong wrote: US-05 SafAle, Notaði af gerköku úr Düsseldorf alt.
Ekki veit ég af hverju ég sagði þetta, ég notaði að sjálfsögðu T-58 gerið sem ég tilgreindi fyrst. Gerkökuna úr Düsseldorf alt-inum notaði ég á Ameríska brúnölið, EKKI á Saison bjórinn.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: pantalon chaud Saison

Post by arnilong »

Fyrsta smakk: Namm namm! Svarti piparinn finnst í bragði og kóríanderinn að litlu leyti. Sætari en ég hafði hugsað mér. Ég hafði hugsað mér að reyna að hafa hann nokkuð gruggugan í Saison-stíl og hann er það heldur betur, en hann er enn ungur, ég hafði ætlað mér að geyma slatta af honum í lengri tíma.

Svo er ég gríðarlega spenntur að smakka hinn Saison-inn hliðina á þessum, ég var að spá í að setja hann á flöskur um helgina, en hann er líklega töluvert frábrugðinn þessum sem ég smakkaði í kvöld.

Og svo finnst mér ég þurfa að segja að hann fer nokkuð vel með ostinum sem ég er að borða: Epplaviðar-reyktum-cheddar.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
Post Reply