Hollandsferð bróðir míns :D

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Hollandsferð bróðir míns :D

Post by Andri »

Bróðir minn var í Hollandi með kærustunni að heimsækja bróðir hennar, bróðir minn ákvað að vera svo ógeðslega elskulegur við mig og gefa mér 6 bjóra. Hann sagði að úrvalið í matvörubúðum væri þúsund sinnum betra en í ríkinu hérna.
Iki (Belgískur bjór með japönsku te & yuzu sem er einhverskonar sítrus ávöxtur, 4,3% áfengismagn)
Image

Grimbergen Dubbel (Belgískur abbey bjór, fyrst bruggaður 1128, 6,5% áfengismagn, hann er víst sætur og beiskur)
http://www.beerhunter.com/documents/19133-000346.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Image

Westmalle Trappist Dubbel (Munkarnir úr þessu klaustri brugguðu fyrst um 1800, bjórinn er með 7% áfengismagn og lifandi ger í flöskunni þannig að maður ætti að geta ræktað eitthvað :D )
Image

Hertog Jan Grand Prestige
heavy
grand prestige is also called "barley wine". Not only because of the high alcohol content. But because the rupe. Full flavor, sweet and bitter which clearly distinguished. And like a good wine you grand prestige for a while to keep quiet when you can enjoy
bein þýðing með google.com/translate Bjórinn er 10% og skal vera drukinn við 10-12°C.
Image

Leffe Radieuse (Anno 1240 stendur á flöskunni, þessi er auðvitað Belgískur munkabjór eins og flestallir vita, hann er 8,2% og skv. myndbandinu á heimasíðu þeirra þá er þetta mest humlaðasti bjórinn þeirra. Hlakka til að smakka þennann)
Image
http://www.leffe.com/en-is/de_bierproeverij.html#video3" onclick="window.open(this.href);return false;

Weihenstephaner (Hveitibjór með 5,4% áfengismagn. Hann fær góða dóma á ratebeer.com einhver vottur af banana & citrus)
Image

Jæja smakka kanski einn á morgun og segi ykkur hvernig hann var, helvíti er ég glaður
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hollandsferð bróðir míns :D

Post by Idle »

Mér finnst Weihenstephaner Hefe Weissbier ekkert sérstakur - tek Erdinger framyfir hvenær sem er. Keypti einn svoleiðis í Skútuvoginum ekki alls fyrir löngu.

Ég er svolítið spenntur fyrir Westmalle bjórnum (kannast svo við hann, hvar hef ég séð hann?) og hertoganum Jan. :D
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Hollandsferð bróðir míns :D

Post by Hjalti »

Ég smakkaði bæði Weihenstephaner og Erdinger úti í Þýskalandi núna í sumar og mér þótti Weihenstephanerinn mun betri.... Erdinger var nú m.a.s. einn slakasti Weissbierinn sem ég smakkaði í ferðinni... Sennilega var það nú útaf plebbalega Brewpubbnum þeirra sem var í raun bara 4 stjörnu hótel sem rigndi uppí nefið á :fagun:
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Hollandsferð bróðir míns :D

Post by Oli »

Flott úrval, njóttu vel :beer:
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Hollandsferð bróðir míns :D

Post by Andri »

"iki" lenti í glasinu mínu núna. Þetta er gert úr grænu te, humlum, byggi & einhverjum súrum ávöxt svipaður og sítróna í útliti.
Jæja hann er óvenjulegur á litinn, ljós og "pale" froðan var svosum ágæt en hélst ekkert svaka lengi. Leit svona út fyrst eins og hveitibjór. Rosalega lítil lykt, hálfsæt ... fann nánast enga lykt af þessu bara smá sæt lykt.
Te er ekki beint venjulegur hlutur sem maður setur í bjór, hann er rosalega bragðlítill... örlítið súrt bragð þegar bjórinn rennur hliðina á tungunni. Mjög lítil beiskja..
Mjög bragðlítill, get ekki sagt að mig langar í annann svona

Bjór bruggaður úr japönsku te & japönskum ávexti í Belgíu fyrir hollenskt fyrirtæki. Skemtilegt :)

"iki beer, you like?" er slóganið þeirra
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply