Ég held að Coopers kittin séu það ódýrasta í startið, og þá veit ég ekki með hverju skal mæla. Líklega þeim stíl sem þér líkar best (þó ekki lager, nema þú getir látið hann gerjast og lagerast við nógu lágt hitastig).
Ég sleppti kit-stiginu og keypti mér maltextrakt að utan, en sendingarkostnaðurinn er himinhár á svoleiðis (ég borgaði um 5.000 kr fyrir 3 kg. frá New York - maltið kostaði innan við 2.500 kr.).
Næst er það náttúrlega "all grain", og mér virðist mesti kostnaðurinn felast í því að koma sér upp græjum til verksins. Eftir það er tiltölulega ódýrt að kaupa korn og humla af Ölvisholti.