Það hefur eitthvað verið rætt um hvort það eigi að bleyta upp í þurrgeri eða búa til starter með smávegis af virti áður en því er hellt út í virtinn til gerjunar.
Samkvæmt fyrirmælum frá framleiðanda er mælt fyrst með því að bleyta upp í gerinu með sterílu vatni eða jafnvel smávegis af virti og búa til lítinn starter, þetta á við um S-04 http://www.brew-winemaking.com/ProductPDF/3700.pdf" onclick="window.open(this.href);return false; ,
US-05 http://www.brew-winemaking.com/ProductPDF/7120.pdf" onclick="window.open(this.href);return false; og Saflager S-23 http://www.brew-winemaking.com/ProductPDF/3701.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
Annar kostur er svo að hella gerinu beint úr pakkanum í virtinn en þá er mælt með því virtir sé við eða yfir 20°c.
Ekki er mælt með að gera starter þegar notast er við Nottingham gerið http://www.brew-winemaking.com/ProductPDF/3703.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;, bara bleyta upp í því og láta standa í 15 mín.