Þurrger - starter eða hella beint út í virtinn

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Þurrger - starter eða hella beint út í virtinn

Post by Oli »

Það hefur eitthvað verið rætt um hvort það eigi að bleyta upp í þurrgeri eða búa til starter með smávegis af virti áður en því er hellt út í virtinn til gerjunar.

Samkvæmt fyrirmælum frá framleiðanda er mælt fyrst með því að bleyta upp í gerinu með sterílu vatni eða jafnvel smávegis af virti og búa til lítinn starter, þetta á við um S-04 http://www.brew-winemaking.com/ProductPDF/3700.pdf" onclick="window.open(this.href);return false; ,
US-05 http://www.brew-winemaking.com/ProductPDF/7120.pdf" onclick="window.open(this.href);return false; og Saflager S-23 http://www.brew-winemaking.com/ProductPDF/3701.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
Annar kostur er svo að hella gerinu beint úr pakkanum í virtinn en þá er mælt með því virtir sé við eða yfir 20°c.
Ekki er mælt með að gera starter þegar notast er við Nottingham gerið http://www.brew-winemaking.com/ProductPDF/3703.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;, bara bleyta upp í því og láta standa í 15 mín.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Þurrger - starter eða hella beint út í virtinn

Post by Eyvindur »

Þú átt ekki að búa til starter, en það er mælt með því að bleyta upp í gerinu í volgu vatni eða virti. Annars hef ég alltaf sett gerið beint út í bara, og hef aldrei lent í neinum vandræðum. Það geta víst fylgt einhver leiðindi því að gera starter með þurrgeri.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Þurrger - starter eða hella beint út í virtinn

Post by Oli »

já koma því af stað með smá skammti af virti, sumir myndu kalla það að gera lítinn starter.
Ég gerði það í eitt skipti og gerjunin rauk af stað, næsta skipti hellti ég gerinu beint í og þurfti að bíða í tæpan sólarhring eftir búbbli í vatnslásnum.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Post Reply