
Ég ætla allavega að vera með - vakti mikla lukku hjá mér síðastu jól!
Ég ætla að leifa mér að mótmæla þessu og fara fram á að þessi spjallþráður verði notaður til skráningar og utanumhalds. Ef það á að færa þetta yfir á Facebook er engin ástæða lengur til að halda úti þessari heimasíðu þar sem hingað inn koma engar upplýsingar sem skipta máli. Mér þætti synd að drepa þessa síðu með facebook.MargretAsgerdur wrote:Það er fundur á þriðjudaginn næsta á Skúla og þar verður tekið við fyrstu skráningum í jóladagatal Fágunar. Við munum halda utan um skipulag á því og fjalla sérstaklega um það á facebook síðunni okkar. Endilega mætiði ef þið viljið vera með í því en eftir fundin opnar fyrir skráningar á netinu.
Ég var ekki að meina að við ætluðum að setja tilkynninguna á facebook, heldur að gera eins og í fyrra og setja mynd af hverjum bjór og tengja við uppskriftinar hér á síðunni sem flestir, ef ekki allir, létu fylgja með. Ég hugsaði ekki út í að þetta gæti hljómað öðruvísi en fattaði það um leið og ég las frá þér!Dabby wrote: Ég ætla að leifa mér að mótmæla þessu og fara fram á að þessi spjallþráður verði notaður til skráningar og utanumhalds. Ef það á að færa þetta yfir á Facebook er engin ástæða lengur til að halda úti þessari heimasíðu þar sem hingað inn koma engar upplýsingar sem skipta máli. Mér þætti synd að drepa þessa síðu með facebook.
Það að hefja skráninguna á fundinum sjálfum átti í raun að vera beint framhald af umræðu um hvernig meðlimir Fágunar vildu hafa dagatalið. Einnig ætlaði stjórnin að funda um dagatalið fyrir fundinn varðandi umgjörð og fleira skemmtilegt í tengslum við dagatalið. Auðvitað er þetta líka leið til að hala fleirri inn á fundinn sem hafa skoðun á dagatalinu en við tökum að sjálfsögðu til greina allar skoðanir þrátt fyrir að einhverjir komast ekki á fundin. Ég verð þó að viðurkenna að ég hafði ekki hugsað út í það að þetta væri ósanngjarnt gagnvart þeim sem væru ekki á staðnum þannig að það verður að sjálfsögðu tekið tillit til þess.Dabby wrote: Hvað gerist ef 40 manns mæta á næsta mánaðarfund til að skrá sig? Heimasíðan sýnir allavega í hvaða röð menn skrá sig á sanngjarnann hátt og skráning hér ýtir undir mikilvægi heimasíðunnar fyrir félagið. Auk þess sem fólk í sumarfríi og utan að landi hefur sama möguleika og aðrir á að fara á heimasíðuna, en ekki til að mæta á mánaðarfund á þriðjudegi um miðjann júlí. Þetta lyktar eins og Stjórnin ætli að handvelja hverjir fá að taka þátt.
Skráning í síðasta jóladagatal var gerð nákvæmlega svona, með pósti sem kom frá almennum félgasmanni á sama tíma ársins og Stjórn verður að færa rök fyrir því að gera þetta öðruvísi í ár.