Sælt veri fólkið.
Ég heiti Guðmundur Pálmason og alveg glæ nýr í þessu brasi. Áhugi minn á bjórgerð byrjaði bara fyrir nokkrum dögum þegar vinur minn lagði í Coopers kitt frá ámunni. Ég pantaði því strax byrjendasett og Coopers real ale og fór að leita mér að frekari upplýsingum. Þá fann ég þessa frábæru síðu og hef ég legið á henni meira og minna síðan... Ég er ekki enn búinn að leggja í fyrstu lögunina (sem betur fer kanski) því eftir að hafa lesið mér meira til er áhuginn á þessum kittum eiginlega búinn áður en hann byrjaði. Ég sá það einhverstaðar að hægt væri að gera þessi kitt betri með því að skipta út hluta af syrkinum fyrir malt extrakt sem fæst í apotekum eða einhver sýróp og ætla ég að reyna að gera einhverjar skemtilegar æfingar úr þessu áður en að ég fer að panta að utan. Annars er planið bara að halda áfram að lesa og safna sér þeim græjum sem þarf til í all grain þegar tími og aðstæður leyfa.
Gummi P