All grain hugleiðingar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All grain hugleiðingar

Post by sigurdur »

Jæja, þá er að uppfæra þennan þráð aðeins.

Hér eru myndir af pastavélinni, og því sem að ég náði að hakka af hjólunum með borvél í gærkvöldi ..

Ég á eftir að gera aðra atlögu í þetta í kvöld og láta rúllurnar hafa það!!
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: All grain hugleiðingar

Post by Andri »

Maður kannast eitthvað við þessar bækur, digital fundamentals og svona...

Ég persónulega hefði tekið þetta í sundur, farið með járnið til manns sem vinnur á einhverju verkstæði með rennibekk... bara taka rúnt á höfða og finna það þannig, bjóða honum svo bjórkassa fyrir að gera þetta almennilega.

Við Hjalti vorum líka að dunda okkur aðeins áðan í "síldartunnu" ævintýrinu. Hann postar myndum á eftir eða á morgun :)
Ég fór með honum í smá rúnt í landvélar & byko til að kaupa dót fyrir stóru strákana. Græjuðum mash tun áðan og byrjuðum á suðu-tunnunni. Fundum græna food grade tunnu í Húsasmiðjunni Skemmuvegi (Hún var samt inni í einhverri grasabúð, grasheimar eða blómaval..?) boruðum á hana gat fyrir element og kúluloka. 1-2 element í viðbót koma seinna.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: All grain hugleiðingar

Post by Hjalti »

Þetta er komið í þráðinn minn! :)

http://fagun.is/viewtopic.php?p=2612#p2612" onclick="window.open(this.href);return false;
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All grain hugleiðingar

Post by sigurdur »

Jæja, þá er ég búinn að hakka stálrúllurnar í spað og setti myndir í albúmið.

Eins og sjá má á myndinni hér að neðan, þá eru þær vonandi nægilega vel tættar til þess að geta dregið korn í sig óhindrað..
Image

Næsta mál á dagskrá er bara hopper + base og svo að prufukeyra vélina á korni frá einhverjum (á ekkert ... er enn að koma mér upp all-grain búnaði) .. einhver sem að býður sig fram? :twisted:
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: All grain hugleiðingar

Post by Andri »

Djöfull lúkkar þetta illað eins og ghetto rotturnar segja.
En þetta lítur ansi vel út, bjóst ekki við þessum árangri miðað við fyrri myndirnar. Hvaða tól notaðirðu í þetta?
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All grain hugleiðingar

Post by sigurdur »

Ég notaði bara Bosch borvél og 4mm títaníumbor sem að ég átti heima. Setti vélina í þrengstu stillingu og lét borinn svo bara vinna á þessu á meðan ég snéri þessu löturhægt. Setti borinn inn á milli hjólanna svo að hann myndi stoppa þar og höggva málminn, í staðinn fyrir að rispa hann (sem að ég reyndi líka, ekki mikill árangur).
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All grain hugleiðingar

Post by sigurdur »

Jæja.. í dag eyddi ég smá tíma í að útbúa hopper fyrir milluna.
Setti nokkrar myndir í albúmið hjá mér.
http://s810.photobucket.com/albums/zz23 ... 20day%203/

Image

Image

Image

Til að sjá hversu "stórt þetta er", þá sést á myndinni fyrir ofan hvar pastavélin á að sitja .. hæðin á pastavélinni eru 11.6 sm, en bilið eru 12 sm.
Post Reply