Þegar kemur að glútenlausum hráefnum er ekki um auðugan garð að gresja. Sorghumið gefur víst frekar þunnan bjór svo mér datt í hug að fá aðeins meiri fyllingu með því að nota haframjöl. Þó haframjöl sé í grunninn glútenlaust þá er samt meirihluti haframjöls ekki vottað sem slíkt. Það er vegna þess að haframjöl er oft ræktað á sömu ökrum eða í nálægð við hveiti. Því þarf að fá sérvottað glútenlaust haframjöl. Annað glútenlaust hráefni er kókos. Ég smakkaði fyrir nokkru ansi skemmtilegan Cream Ale með örlitlu kókosbragði. Það gerði bruggarinn með því að setja smávegis af ristuðum kókos út í bjórinn síðustu 5 daga á gerjuninni, ca hálft kíló í 200 lítra. Finnst tilvalið að prófa það líka fyrst þetta verður algjör tilraunabjór.
Glútenlaus Cream Ale Coconut Special
12 lítrar, IBU 19, OG 1.035, alc ca 3,8%, 6,9 EBC
300g glútenlausir hafrar, meskjaðir við 66 gráður í 45 mínútur
1 dós, 1,5kg BriesSweet White Sorghum Syróp
30g Saaz (3,05) 40 mín
20g Saaz (3,05) 1 mín
1 pk US-05
1 pk Clarity Ferm (sakar ekki að hafa með ef þetta á að gera glúten-minnkaðan bjór)
25 g ristaður glútenfrír kókos, "þurrhumlun" í 5 daga
Nú er bara að sjá hvernig þetta kemur út. Ég mun að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast með
