Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Ég er að fara að brugga mjög stóran bjór eftir rúmlega viku (fer til útlanda á mánudaginn, kem heim 6 dögum síðar og þarf svo að drífa í þessu). Ég náði ekki að gera gerráðstafanir, og tími eiginlega ekki að kaupa 6 gerpakka (ef ég kemst hjá því).
Vill nokkuð svo heppilega til að einhver sé að gera bjór með US-05, Nottingham eða einhverju öðru geri sem væri hentugt í Imperial Stout, sem myndi leyfa mér að hirða gerkökuna í kringum 7. júlí?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Ég er að fara til útlanda á þriðjudaginn og verð úti í 7 daga. Á meðan ætti sirka OG-1050 APA (centennial blonde) að vera í gerjun. Mun nota Nottingham í það.
Hann fer á kút, þannig að kakan gæti verið reddí fyrir þig þegar okkur hentar.
Í gerjun: Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited Hans Klaufi á FB
4 pakkar væru klárlega nóg, það eru ~800b frumur í þeim. Skil samt hvað þú ert að pæla Hugsa að súrefni sé kannski meira issue í byrjun heldur en að pitcha meira. Þó það haldist vissulega í hendur.
http://yeastcalculator.com/" onclick="window.open(this.href);return false; segir 735b frumur fyrir 1.110 bjór.
Já, ég sé það núna. Viddi var að tala um 6 pakka - sagði að þær tölur hefðu komið frá MrMalty. Nújæja, 4 pakkar kosta líka smávegis.
Síðast þegar ég bruggaði þessa uppskrift setti ég 25 lítra beint á heila gerköku og bætti við aukagerpakka. Allt of mikið, fattaði ég eftirá, en útkoman var dýrðleg. Þannig að ég held að þessi bjór sé bara hrifinn af óhóflegu germagni.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór