Átöppun á flösku frá kút

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

Átöppun á flösku frá kút

Post by Bjoggi »

Ég var aðeins að skoða á netinu varðandi að setja á flöskur frá kút.
Sleppa þá að blanda sykur við og fá þá koltvísýring í bjórin.

Einhver sagði að þetta væri vel hægt með því að hafa bæði kút og flösku eins kalt og hægt er og fylla þá á.
Þetta á að minnka "goslosun".

Einhver hér dundað sér í þessu?

B,
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Átöppun á flösku frá kút

Post by gm- »

Ég nota þessa aðferð þegar ég sendi bjóra inn í keppnir eða til vina/ættingja.
http://www.allgrains.net/2012/10/bottle ... r-gun.html

Virkar mjög vel, kolsýran helst í 3-4 vikur. Mjög mikilvægt að hafa bjórinn sem kaldastan, og ég kæli flöskurnar með köldu vatni líka. Líka mikilvægt að skrúfa nánast alveg fyrir kolsýruna á kútnum áður en þú byrjar, annars endaru með froðu.

:skal:
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

Re: Átöppun á flösku frá kút

Post by Bjoggi »

Takk kærlega fyrir þetta!

Nú er bara að bíða eftir kútum frá Hrafnkel ;).

Hefur einhver eitthvað töfrabragð til að ná límmiðum og lími af flöskum?

B,
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Átöppun á flösku frá kút

Post by rdavidsson »

gm- wrote:Ég nota þessa aðferð þegar ég sendi bjóra inn í keppnir eða til vina/ættingja.
http://www.allgrains.net/2012/10/bottle ... r-gun.html

Virkar mjög vel, kolsýran helst í 3-4 vikur. Mjög mikilvægt að hafa bjórinn sem kaldastan, og ég kæli flöskurnar með köldu vatni líka. Líka mikilvægt að skrúfa nánast alveg fyrir kolsýruna á kútnum áður en þú byrjar, annars endaru með froðu.

:skal:
Hvað meinaru með að kolsýran haldist í 3-4 vikur? Ég hef alllavega ekki verið að lenda í því að bjórinn hjá mér verði flatur eftir 3-4 vikur á flöskum (af kút)..
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Átöppun á flösku frá kút

Post by gm- »

rdavidsson wrote:
Hvað meinaru með að kolsýran haldist í 3-4 vikur? Ég hef alllavega ekki verið að lenda í því að bjórinn hjá mér verði flatur eftir 3-4 vikur á flöskum (af kút)..
Það sem ég meina er að ég hef ekki prófað lengur en 4 vikur, er eflaust fínn mun lengur, en hef ekki reynslu af lengri geymslu á flöskum af kút.
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

Re: Átöppun á flösku frá kút

Post by Bjoggi »

Hvað með súrefnið sem verður eftir í flöskunni.
Er þetta ekki eitthvað til að hafa léttar áhyggjur af varðandi lengri geymslu?
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Átöppun á flösku frá kút

Post by hrafnkell »

Bjoggi wrote:Hvað með súrefnið sem verður eftir í flöskunni.
Er þetta ekki eitthvað til að hafa léttar áhyggjur af varðandi lengri geymslu?
Jú, amk í sumum bjórum. Ég nota beergun þegar ég ætla að geyma flöskubjór af kút til lengri tíma. Þá get ég dælt flöskuna fulla af co2 áður en ég byrja að dæla bjórnum í hana.


Til styttri tíma hef ég t.d. bara tekið bjór beint af krana í flösku. Lækka bara þrýstinginn hressilega og kæli flöskuna með köldu vatni. Sótthreinsun optional. Það hefur reynst mér vel, t.d. 2 bjórar frá mér hafa lent í 3 sæti bjórgerðarkeppninnar.
Post Reply