Heimsókn í Halden Mikrobryggeri

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Heimsókn í Halden Mikrobryggeri

Post by æpíei »

Ég átti leið til Skandinavíu um síðustu helgi og gerði smá krók á leið minni til að heimsækja lítið brugghús, eða öllu heldur bruggbar í bænum Halden sem er í Noregi við landamæri Svíþjóðar, eiginlega mitt á milli Oslóar og Gautaborgar. Saga þessa bruggbars er í stuttu máli sú að áhugabruggari í bænum gekk með þá hugmynd að opna bruggbar. Hann fékk til liðs við sig 3 aðra aðila sem komu að þessu sem fjárfestar og létu til húsnæði. Barinn er staðsettur í kjallara gamals hús í miðbænum, gólfflötur er ca 70 fermetrar, og að auki inngangur, lítil setustofa, salerni og svo útisvæði. Mikil vinna fór í að gangsetja húsnæðið. Það tók hátt í 2 ár með öllu en útkoman er mjög flott. Það var lögð mikil áhersla á að hafa innréttingar úr efnivið í nágrenninu og tengsl barsinn við umhverfið og bæinn spilar mikla rullu í konseptinu við barinn. T.d. eru allir bjórar nefndir eftir fólki eða kennileitum úr nágrenninu.

Barinn opnaði sl vor. Í upphafi voru þeir með 250 lítra Braumeister og söfnuðu upp góðum lager, afrakstur ca mánaðarlangs bruggmaraþons. En allur bjórinn seldist upp á fyrstu helginni og því þurftu þeir að fara í 500 lítra Braumeister eftir einn mánuð (http://www.speidels-braumeister.de" onclick="window.open(this.href);return false;). Í dag hafa þeir undan að framleiða til sölu á barnum en eru einnig með aðra míkróbjóra á krana og svo nokkra kúta af klassískum lager bjór til vara ef allt klárast.

Bruggúsið er staðsett í öðrum enda 70 fm gólfflatarins, barinn er í miðju og sæti í hinum endanum. Brugggræjurnar eru sem fyrr segir 500 lítra Braumeister og nokkrir gerjunartankar frá sama framleiðanda. Ég mætti á svæðið þegar bruggun á weissbier var um það bil að ljúka. Þeir sem þekkja til minni útgáfunnar af Braumeister myndu strax átta sig á ferlinu, það er nánast alveg eins, bara 10 til 20 sinnum stærra. Það hefur áhrif á tímann sem það tekur að brugga, t.d. er upphitun á vatni mun lengri og kælingin með innbyggða kælielementinu tekur 2 tíma. Það mætti hins vegar alveg nota counterflow kæli þegar virtinum er dælt í gerjunartankana til að flýta því.

Eftir gerjun er allur bjór settur á kúta. Nú nota þeir hefðbundna álkúta og tekur það lungann úr einum degi að hreinsa og fylla á þá. Svo þarf að bera þá upp á loft þaðan sem þeir eru svo sóttir einn og einn til sölu á barnum niðri. Til að einfalda þetta ferli er verið að skipta yfir í plastkútana, þá sömu og Ölvisholt notar. Bruggmeistarinn sagði að þá myndi hann præma bjórinn með sykri beint í kútinn og ekki nota kolsýru. Það er áhugaverð pæling og spennandi að sjá hvernig það gengur upp.

Það er bruggað ca 3svar í viku. Þá daga sem er bruggað er barinn ekki opinn. Hann er bara opinn eins og er á miðvikudags, föstudags og laugardag kvöldum. Framleiðslan er sem sagt 1000 til 1500 lítrar á viku. Allur bjór er gerjaður með þurrgeri, mest US-05. Athyglisvert er að bruggmeistarinn notast ekki við hitastýringuna í gerjunartönkunum heldur gerjar bara við lofthita á barnum sem er ca 22 gráður. Ég verð að segja að það kemur aðeins niður á gæðunum. Þeir hafa hins vegar verið í þeirri stöðu að bruggun verður að ganga hratt fyrir sig því eftirspurnin er langt umfram áætlanir og því lítill tími til tilrauna og fínpússningar á ferlinu. Það stendur þó vonandi allt til bóta nú þegar komið er smá reynsla á rennslið.

Vinkona mín er stjórnarformaður barsins, hún og maður hennar koma að honum sem fjárfestar og ráðgjafar. Við áttum áhugavert spjall um bjórmarkaðinn í Noregi. Það var ekki átakalaust að koma þessum bar af stað. Það þurfti heilmikil samskipti við ótal eftirlitsaðila og margar hliðranir og skáskot á reglugerðir. En það tóks, ekki síst vegna þess að barinn selur engan mat. Það eru háir skattar á bjór sem þau þurfa að standa skil á. Skatturinn tekur þau trúanleg um hvað þau framleiða og því þurfa þau ekki að senda allt í burtu bara til að kaupa það aftur. Í Noregi má selja bjór undir 4,75% í matvöruverslunum. Hann ber einnig lægri skatt. Sterkari bjór má aðeins selja í mónopolíinu og ber hann hærri gjöld. Það er samt ekki árennilegt að ætla sér að framleiða og selja bjór. T.d. er 5 krónu umhverfisskattur (ca 110 kall) á hverja tóma flösku sem ekki fæst endurgreiddur af kaupanda. Það þýðir að míkró bjór er yfirleitt seldur í stórum flöskum í Noregi, ca 750 ml og því dýr eftir því. Það má ekki auglýsa bjór heldur og það er mjög takmarkað hvernig barir geta auglýst sig. Markaðssetning fer því helst fram í gegnum Facebook og það hefur gengið mjög vel. Það er fullt næstum öll kvöld sem er opið og væri hægt að selja mun meira ef opið væri fleiri kvöld.

Þetta var skemmtileg heimsókn til Halden. Endilega stoppið þar við ef þið eigið leið um og látið vita hvernig þeim gengur að brugga bjór. :skal:

https://www.facebook.com/pages/Halden-M ... 8806810612" onclick="window.open(this.href);return false;
Attachments
Braumeister 500 lítra
Braumeister 500 lítra
1.jpg (59.32 KiB) Viewed 11465 times
Gerjunartankarnir. Klæðningin er jafnframt hitaelement, það er hægt að láta vatn flæða þar í gegn til að kæla eða hita virtinn.
Gerjunartankarnir. Klæðningin er jafnframt hitaelement, það er hægt að láta vatn flæða þar í gegn til að kæla eða hita virtinn.
2.jpg (57.45 KiB) Viewed 11465 times
Krydd í bjórinn. Það má sjá suðuelementin í botninum.
Krydd í bjórinn. Það má sjá suðuelementin í botninum.
3.jpg (39.1 KiB) Viewed 11465 times
Meskikarið sett ofan í tankinn
Meskikarið sett ofan í tankinn
4.jpg (61.54 KiB) Viewed 11465 times
Horft yfir barinn í átt að bruggeríinu
Horft yfir barinn í átt að bruggeríinu
5.jpg (54.09 KiB) Viewed 11465 times
Bjórseðillinn
Bjórseðillinn
6.jpg (57.12 KiB) Viewed 11465 times
Smakk: IPA, Porter, Brúnöl og húsbjórinn Kylling.
Smakk: IPA, Porter, Brúnöl og húsbjórinn Kylling.
7.jpg (49.28 KiB) Viewed 11465 times
Last edited by æpíei on 3. Oct 2013 10:44, edited 1 time in total.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Heimsókn í Halden Mikrobryggeri

Post by hrafnkell »

Skemmtileg lesning, gaman að sjá hvernig norsarinn gerir þetta. Það eru örugglega sambærileg lög og reglugerðir um þetta þar og hérna.

Ótrúlegt magn af bjór sem þeir eru að fara í gegnum líka, maður hefði haldið að það kæmist ekki nóg af fólki inn á barinn til að drekka þetta allt :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Heimsókn í Halden Mikrobryggeri

Post by bergrisi »

Frábær kynning. Virkilega skemmtilegt að lesa þetta.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Heimsókn í Halden Mikrobryggeri

Post by rdavidsson »

Haldiði að svona mini bruggbar myndi ganga hérna í Reykjavík? Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessari hugmynd og væri allveg til í að opna lítinn stað sem selur bara "heimabruggaðann" bjór og snakk...
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Heimsókn í Halden Mikrobryggeri

Post by æpíei »

Það er nú stóra spurningin... :)
hjaltibvalþórs
Villigerill
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: Heimsókn í Halden Mikrobryggeri

Post by hjaltibvalþórs »

Þegar kemur að áfengissölu sækja íslensk yfirvöld flestar af sínum heimskulegu 19. aldar aðferðum til Noregs (eina skiptið sem við ákváðum að fylgja ekki Danmörku!), svo fyrst þetta er hægt þar ætti þetta að vera hægt hér. Gæðingur hefur leyfi til að selja sérbruggaðan bjór á Microbar, sem er skref í rétta átt. Ef þú fengir að skrá staðinn sem einskonar "brugghús" er þetta mögulega hægt, amk. þess virði að tékka á regluverkinu. Gæðabjórs-menningin er líka að verða þokkalega vinsæl núna og margir nýjir staðir að reyna að höfða til þess kúnnahóps (Hlemmur Square, K-bar, Bravo ofl.) svo það gæti hugsanlega verið markaður fyrir einhverju svona, ef vel er gert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Heimsókn í Halden Mikrobryggeri

Post by Eyvindur »

Kaldi er með tvo bari, plús Micro. Módelið er til.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply