Þetta er samt eitthvað sem ætti að fá á hreint og mætti reyna á gegnum dómstóla því bjór er ekki ólöglegur. Eina sem er ólöglegt
er að framleiða áfengi HÉR á landi yfir 2,25%. En þetta er leyfilegt í Svíþjóð og fleiri löndum og því er þetta í sjálfu sér ekki ólöglegt.
Hér
http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=2461 var talað um að tollurinn hafi sagt að ekki mætti flytja inn heimabrugg
en tollurinn benti á loðin lagabálk frá Alþingi. Þar er talað um að bannað sé að búa til og framleiða alkóhól yfir 2,25% en ekkert talað um
innflutning á löglega framleiddu áfengi. Spurning hvort bannað sé að flytja inn bjór sem er merktur annari tegund en sú sem er í flöskunni.
Enda er það fölsuð vara.
Væri ekki hægt að spyrja frekar lögfræðing í sambandi við þetta því tollurinn fer eftir lögum. Það hafa mjög margir farið í mál við þá vegna
þess að þeir hafa tekið hluti af þeim sem þeir telja sig mega en svo hefur komið í ljós að þeir máttu ekki taka hlutinn.