Flytja inn bruggdót

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Flytja inn bruggdót

Post by gosi »

Þarf maður að fara í gegnum rauða hliðið ef maður flytur inn ger og humla eða eitthvað svoleiðis eða tilkynna það eitthvað?

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: Flytja inn bruggdót

Post by busla »

Heilar plöntur eða vacuum pakkningar?
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Flytja inn bruggdót

Post by gosi »

vacuum, pellets eins og hrafnkell selur

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: Flytja inn bruggdót

Post by busla »

já ok, enga hugmynd. En ég er vel inni í regluverkinu bakvið innflutning á humlaplöntum/rótum :-)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Flytja inn bruggdót

Post by æpíei »

Það má flytja inn 3 kíló af matvöru sem ferðamaður að hámarki 25 þúsund. Ef þú heldur þig innan þeirra marka get ég ekki ímyndað mér annað en að þú eigir að fara í græna hliðið.

http://www.tollur.is/displayer.asp?cat_id=1748" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Flytja inn bruggdót

Post by gosi »

ok frábært :)

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Flytja inn bruggdót

Post by gosi »

En er í lagi að flytja inn Whitelabs ger og Star San?

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Flytja inn bruggdót

Post by æpíei »

Gerið klárlega OK. Ég hef ekki viljað taka Starsan í farangri því það er byggt á sýru og má strangt tekið ekki flytja í flugvél. Allur farangur frá Bandaríkjunum er skoðaður og þá eru líkur á að þetta verði tekið af þér, í besta falli bara það, í versta falli gætu fylgt því tóm vandræði. 8-)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Flytja inn bruggdót

Post by hrafnkell »

6 vikur í starsan á brew.is. Annað ætti að vera í góðu lagi :)
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Flytja inn bruggdót

Post by gosi »

hrafnkell wrote:6 vikur í starsan á brew.is. Annað ætti að vera í góðu lagi :)
Damn, hefðir átt að senda þetta fyrr inn ;) Ég er kominn heim með:
2 bækur - Radical Brewing og Brewing Classic Styles
2 segulhrærara
Flöskuskolara
Starsan
Whitelabs Kölsch ger

En þetta gekk allt að óskum. Það er bara stressandi að vita ekki hvað má taka með og hvað ekki.
Tollurinn hefur nú oft tekið hluti af fólki sem þeim finnst þeir mega en svo fer fólk í mál og vinnur.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Flytja inn bruggdót

Post by gm- »

Tengd spurning, hefur einhver tekið með sér heimabruggaðan bjór inní landið?

Verð á klakanum í lok mars og langaði að taka nokkrar flöskur með mér til að deila með vinum og vandamönnum, og kannski koma þeim í Bjórgerðarkeppnina. Einhvernveginn grunar mig að það gæti verið vesen?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Flytja inn bruggdót

Post by hrafnkell »

gm- wrote:Tengd spurning, hefur einhver tekið með sér heimabruggaðan bjór inní landið?

Verð á klakanum í lok mars og langaði að taka nokkrar flöskur með mér til að deila með vinum og vandamönnum, og kannski koma þeim í Bjórgerðarkeppnina. Einhvernveginn grunar mig að það gæti verið vesen?

Ég hugsa að það sé best að vera með flösku með einhverjum límmiða á, og vera ekkert að taka fram að þetta sé heimabrugg. Tekur það svo bara með sem part af tollinum.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Flytja inn bruggdót

Post by gosi »

Þetta er samt eitthvað sem ætti að fá á hreint og mætti reyna á gegnum dómstóla því bjór er ekki ólöglegur. Eina sem er ólöglegt
er að framleiða áfengi HÉR á landi yfir 2,25%. En þetta er leyfilegt í Svíþjóð og fleiri löndum og því er þetta í sjálfu sér ekki ólöglegt.

Hér http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=2461 var talað um að tollurinn hafi sagt að ekki mætti flytja inn heimabrugg
en tollurinn benti á loðin lagabálk frá Alþingi. Þar er talað um að bannað sé að búa til og framleiða alkóhól yfir 2,25% en ekkert talað um
innflutning á löglega framleiddu áfengi. Spurning hvort bannað sé að flytja inn bjór sem er merktur annari tegund en sú sem er í flöskunni.
Enda er það fölsuð vara.

Væri ekki hægt að spyrja frekar lögfræðing í sambandi við þetta því tollurinn fer eftir lögum. Það hafa mjög margir farið í mál við þá vegna
þess að þeir hafa tekið hluti af þeim sem þeir telja sig mega en svo hefur komið í ljós að þeir máttu ekki taka hlutinn.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Flytja inn bruggdót

Post by hrafnkell »

Falsaðar vörur eru í lagi ef þær eru til einkabrúks. Það er búið að reyna á það ítrekað undanfarið sbr aliexpress og fleira þar sem fólk er að panta sér allskonar fake hönnunardót. Svo lengi sem það fer ekki í endursölu þá er ekkert hægt að gera í því. Þannig að þó miðinn sé ætlaður til að villa fyrir tollurum þá er sennilega ekkert ólöglegt við hann svo lengi sem innihaldið í flöskunni sé löglegt.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Flytja inn bruggdót

Post by gm- »

Já, ætli ég láti ekki bara reyna á þetta, set þetta bara í venjulegar flöskur með miðum og vona það besta. Í versta falli verður þetta tekið af manni, sem mér finnst samt nokkuð hæpið þar sem þetta er fullkomlega löglegt hérna úti.
Post Reply