Þegar ég sá að Hrafnkell nældi í slatta af áðurnefndum Nelson og auk þess Galaxy frá Ástralíu, þá fór ég á stúfana að kanna hvað ég gæti gert við þá. Ég rakst á þessa uppskrfit frá The Mad Fermentationist og ákvað að byggja á henni:
http://www.themadfermentationist.com/20 ... yeast.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég gerði nokkrar breytingar. Nota Galaxy í stað Apallo, Nota Topaz í stað Pacific Jade og nota Wyeast 1217-PC West Coast IPA í stað Conan gersins. Einnig þurfti ég aðeins að breyta humlasamsetningu því ég átti bara 2 oz af Topaz.
5,44 kg Pale Malt 2 row
0,45 kg Hveitimalt
0,23 kg Carared
0,06 kg Acidulated
0,23 kg sykur (10 mín suða)
57 g Columbus 45 mín
28 g Galaxy 15 mín
28 g Nelson Sauvin 15 mín
14 g Topaz 15 mín
28 g Galaxy 0 mín
28 g Nelson Sauvin 0 mín
14 g Topaz 0 mín
28 g Galaxy kæling (stoppa kælingu í 62 gráðum í 30 mín og bæti humlum í)
28 g Nelson Sauvin kæling
14 g Topaz kæling
28 g Galaxy þurrhumlun 7 dagar
28 g Nelson Sauvin þurrhumlun 7 dagar
14 g Topaz þurrhumlun 7 dagar
Miðað er við 20,8 lítra, OG 1,069 og IBU 117. Meski við 66 gráður í 75 mínútur, sýð í 90 mínútur. 1,5 lítra starter. Ætla að gerja við 19 gráður, hækka kannski örlítið í lokin.
Spenntur að sjá hvernig þessi kemur út. Humlarnir ilma alla vega vel og þetta lítur ekki hræðilega út á þessu stigi