Ég prófaði að setja á nokkrar flöskur beint af kútinum hjá mér. Bjórinn er með góða kolsýru þegar ég tek beint af kútinum í glas, en þegar ég setti hann á nokkrar flöskur til að prófa þá varð hann frekar flatur... Ég er að notast við "poor man´s beergun", það freyddi lítið hjá mér þegar ég setti á flöskurnar þannig að "byssan" virkar fínt.
Ískápurinn er í 4,5°C, þrýstingur á kútnum við "átöppun" er 5psi og bjórslangan er 3m löng.
Gæti verið að slangan sé of löng hjá mér? er s.s með bjórslöngu frá "Kela"..
Er einhver með góð ráð til þess að ég fái kolsýrðan bjór á flöskurnar...???
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
Mikilvægt að kæla flöskurnar, hafa smá vatnsdreggjar í botn á flösku, láta rörið ná niður á botn, halla flösku og lágan þrýsting, jafnvel minni en 5pund. Sumir yfir carba bjórinn örlítið líka þar sem það mun alltaf fara smá kolsýra úr bjórnum.
Þetta hefur gengið ágætlega hjá mér, jafnvel beint af krana (ekkert rör), svo lengi sem að flöskurnar séu kaldar fyrir.
hrafnkell wrote:Mikilvægt að kæla flöskurnar, hafa smá vatnsdreggjar í botn á flösku, láta rörið ná niður á botn, halla flösku og lágan þrýsting, jafnvel minni en 5pund. Sumir yfir carba bjórinn örlítið líka þar sem það mun alltaf fara smá kolsýra úr bjórnum.
Þetta hefur gengið ágætlega hjá mér, jafnvel beint af krana (ekkert rör), svo lengi sem að flöskurnar séu kaldar fyrir.
Freyðir mikið þegar þú ert að þessu?
Ég var einmitt búinn að sjá þetta með að yfircarba hann. Ég kældi flöskurnar ekki mikið, setti bara kalt vatn í þær, helti því úr og setti á þær.
Það freyddi aðeins í fyrstu 2 flöskunum en lítið sem ekkert í hinum... Er slangan ekkert of löng hjá mér?
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
Ef bjórinn er rétt kolsýrður í glasi þá ætti hann að verða það í flöskunni líka, sérstaklega ef það freyðir ekkert. Ástæðan fyrir yfir kolsýringunni er að headspace tekur við smá kolsýru og bjórinn verður aðeins flatari en hann var í kútnum. Lausn: Hafa sem minnst head space í flöskunni.
hrafnkell wrote:Ef bjórinn er rétt kolsýrður í glasi þá ætti hann að verða það í flöskunni líka, sérstaklega ef það freyðir ekkert. Ástæðan fyrir yfir kolsýringunni er að headspace tekur við smá kolsýru og bjórinn verður aðeins flatari en hann var í kútnum. Lausn: Hafa sem minnst head space í flöskunni.
Já okey, ég ætla að prófa nokkrar flöskur í kvöld og láta þær geymast í nokkra daga... thx
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12