Ég hef gífurlegan áhuga á borðspilum (bjór og borðspil er deadly combo í góðra vina hópi). Þá er ég ekki að tala um spil eins og Monopoly eða Lúdó. Ég er að tala um spil eins og Puerto Rico, Agricola, Twilight Struggle, Galaxy Truckers, Dominant Species og fullt af öðrum spilum sem margir vita ekki um og halda að séu álíka leiðinleg eða barnaleg eins og spilin sem vanalega eru í boði á Íslandi.
Eitt af skemmtilegri spilunum mínum er spil sem kallast Vinhos. Það er spil sem gengur út á maður er vínframleiðandi í Portúgal og þarf að kaupa sér vínekrur, láta vínin eldast, vinna til verðlauna á hátíðum, selja í verslanir og flytja út úr landi. Hjá mér er það skylda að drekka vín þegar Vinhos er spilað sem byggir upp enn skemmtilegri stemmningu í hópnum.
Það eru til einhver spil um bjórgerð en ekkert almennilegt (as in spennandi) sem ég hef rekist á hingað til (sem er skrýtið því "mecca" nútímaborðspila, svokallaðra Eurogames, er í Þýskalandi). Svo í dag rakst ég á spil á Kickstarter sem snýst um bjórgerð. Auðvitað er ég búinn að bakka það upp og datt í hug að það væru aðrir hér sem annaðhvort hefðu áhuga á borðspilum eða hafa áhuga á að kynnast þemaríkum, heppnislitlum borðspilum (sem ætti að vera auðvelt þar sem þetta spil reynir að spilagera ferli sem við þekkjum mjög vel):
http://www.kickstarter.com/projects/dic ... aking-beer
Ef það nær markmiðinu (sem virðist vera) fer þetta spil upp á borð hjá mér og heimabrugg verður skylda!