Borðspil

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
tryggvib
Villigerill
Posts: 22
Joined: 4. Apr 2013 09:31

Borðspil

Post by tryggvib »

Ég hef gífurlegan áhuga á borðspilum (bjór og borðspil er deadly combo í góðra vina hópi). Þá er ég ekki að tala um spil eins og Monopoly eða Lúdó. Ég er að tala um spil eins og Puerto Rico, Agricola, Twilight Struggle, Galaxy Truckers, Dominant Species og fullt af öðrum spilum sem margir vita ekki um og halda að séu álíka leiðinleg eða barnaleg eins og spilin sem vanalega eru í boði á Íslandi.

Eitt af skemmtilegri spilunum mínum er spil sem kallast Vinhos. Það er spil sem gengur út á maður er vínframleiðandi í Portúgal og þarf að kaupa sér vínekrur, láta vínin eldast, vinna til verðlauna á hátíðum, selja í verslanir og flytja út úr landi. Hjá mér er það skylda að drekka vín þegar Vinhos er spilað sem byggir upp enn skemmtilegri stemmningu í hópnum.

Það eru til einhver spil um bjórgerð en ekkert almennilegt (as in spennandi) sem ég hef rekist á hingað til (sem er skrýtið því "mecca" nútímaborðspila, svokallaðra Eurogames, er í Þýskalandi). Svo í dag rakst ég á spil á Kickstarter sem snýst um bjórgerð. Auðvitað er ég búinn að bakka það upp og datt í hug að það væru aðrir hér sem annaðhvort hefðu áhuga á borðspilum eða hafa áhuga á að kynnast þemaríkum, heppnislitlum borðspilum (sem ætti að vera auðvelt þar sem þetta spil reynir að spilagera ferli sem við þekkjum mjög vel):

http://www.kickstarter.com/projects/dic ... aking-beer

Ef það nær markmiðinu (sem virðist vera) fer þetta spil upp á borð hjá mér og heimabrugg verður skylda!
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Borðspil

Post by gm- »

Nokkrir í bjórklúbbnum mínum tóku þátt í að kickstarta þetta spil: http://www.pintcraft.com/about/" onclick="window.open(this.href);return false; og það fór í framleiðslu og er til sölu á þessari vefsíðu.

Skal spurja þá hvort það er eitthvað varið í það.
tryggvib
Villigerill
Posts: 22
Joined: 4. Apr 2013 09:31

Re: Borðspil

Post by tryggvib »

gm- wrote:Nokkrir í bjórklúbbnum mínum tóku þátt í að kickstarta þetta spil: http://www.pintcraft.com/about/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; og það fór í framleiðslu og er til sölu á þessari vefsíðu.

Skal spurja þá hvort það er eitthvað varið í það.
Takk fyrir þetta. Ég var ekki búinn að taka eftir þessu spili. Ég leit á Kickstarter campaignið og fékk pínkulitla bakþanka. Kortaspil finnst mér oft ekki heillandi þar sem þau eru svo mikið byggð á heppni sem mér finnst oftast ekki virka í spilum eins og þessu (60-90 mínútur). Ég tók líka eftir einmitt svona heppniselementi í því hvernig maður þarf að draga og ná sérstöku innihaldi (í kennslutilfelinu höfrum).

Ég leit svo á gagnrýni á boardgamegeek.com: http://boardgamegeek.com/thread/1004391 ... e-a-miller sem segir spilið vera eins og Miller bjór (svona "meh... jaðrar við leiðindi) og gefur því 5.5 og nefnir sérstaklega heppnina sem faktor sem eyðileggur.

Það hefði sem sagt mátt prufuspila það miklu oftar til að strauja burt svoleiðis (í Kickstarter segir höfundurinn að það hafi verið prufuspila 50 sinnum sem er langt frá því að vera nóg... við það að búa til borðspil er prufuspilun upp á 800 skipti kannski nær lagi, sérstaklega í spilum sem eru byggð á heppni).

Ég spái kannski allt öðruvísi í borðspil en flestir... en við hér spáum líka í bjór allt öðruvísi en flestir ;)

Það væri samt gaman að heyra hvað félögum þínum finnst.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Borðspil

Post by bergrisi »

Ég fann þetta í einhverri netverslun. http://www.yeastbank.com/brewmastergame/brewmaster.htm

Veit ekki hvort þetta er sniðugt.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Borðspil

Post by helgibelgi »

Ég er alveg sammála þér varðandi heppni í borðspilum. Þoli hana ekki!

Spila mikið Game of Thrones borðspilið, sem mér finnst snilldarspil. Elska að sökkva mér í 6 klukkutímas spil! Auðvitað er smá heppnis-element í því spili samt.

Spenntur að fylgjast með hvort þú finnir eitthvað sniðugt bjór-tengt.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Borðspil

Post by gm- »

tryggvib wrote:
gm- wrote:Nokkrir í bjórklúbbnum mínum tóku þátt í að kickstarta þetta spil: http://www.pintcraft.com/about/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; og það fór í framleiðslu og er til sölu á þessari vefsíðu.

Skal spurja þá hvort það er eitthvað varið í það.
Takk fyrir þetta. Ég var ekki búinn að taka eftir þessu spili. Ég leit á Kickstarter campaignið og fékk pínkulitla bakþanka. Kortaspil finnst mér oft ekki heillandi þar sem þau eru svo mikið byggð á heppni sem mér finnst oftast ekki virka í spilum eins og þessu (60-90 mínútur). Ég tók líka eftir einmitt svona heppniselementi í því hvernig maður þarf að draga og ná sérstöku innihaldi (í kennslutilfelinu höfrum).

Ég leit svo á gagnrýni á boardgamegeek.com: http://boardgamegeek.com/thread/1004391 ... e-a-miller sem segir spilið vera eins og Miller bjór (svona "meh... jaðrar við leiðindi) og gefur því 5.5 og nefnir sérstaklega heppnina sem faktor sem eyðileggur.

Það hefði sem sagt mátt prufuspila það miklu oftar til að strauja burt svoleiðis (í Kickstarter segir höfundurinn að það hafi verið prufuspila 50 sinnum sem er langt frá því að vera nóg... við það að búa til borðspil er prufuspilun upp á 800 skipti kannski nær lagi, sérstaklega í spilum sem eru byggð á heppni).

Ég spái kannski allt öðruvísi í borðspil en flestir... en við hér spáum líka í bjór allt öðruvísi en flestir ;)

Það væri samt gaman að heyra hvað félögum þínum finnst.
Hehe, greinilega hardcore spilari. Ég spurði þá útí þetta, og þeir sögðu að þetta væri ágætis bjórpartíleikur, en ekki mikið meira en það.
Post Reply