Er ölvishollt eini staðurinn þar sem að hægt er að nálgast bygg og humla, og ef svo er hefur eingin talað við hin brugghúsin hérna á klakanum eða hérna í bænum.
Það væri gaman að hafa aðgang að fleiri gerðum til að auka möguleika á þeim bjórum sem að hægt væri að brugga án þess að þurfa að versla að utan
Tja, mér þykir úrvalið hjá þeim nokkuð gott, sbr. verðlistann hér.
Miðað við þær bjórtegundir sem koma frá "risunum" (Agli og Víking), leyfi ég mér að efast um að þeir hafi upp á margt annað að bjóða - án þess að ég hafi kynnt mér það.
Það er tiltölulega ódýrt að versla ger og humla að utan ef ekki er pantað í kílóavís (vissulega dýrara nú, á meðan krónan sekkur æ dýpra).
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Samt má segja að verðin hjá Ölvisholti séu svipuð og verðin úti, en auðvitað enginn sendingakostnaður eða vaskur. Þannig að það kemur mjög vel út.
Ég sendi póst á brugghúsið á Árskógsströnd fyrir löngu síðan en fékk aldrei svar. Aðra hef ég ekki talað við. Og ég held einmitt að úrvalið sé sennilega mest hjá Ölvisholti, eða allavega fátt sem hin brugghúsin eru með sem ekki er til þar, nema þá helst einhverjir humlar. Ég mæli með því að kaupa það helsta af Ölvisholti og skoða svo úrvalið úti af því litla sem mun standa út af. Það verður tæpast mjög mikið hvort sem er. Ekki það að það sé neitt að því að hafa samband við hin brugghúsin.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Ég hafði samband við bruggmeistara Ölgerðarinnar fyrir löngu, það kom ekki til greina þá að selja malt og humla. Þau í Bruggsmiðjunni á Árskógssandi tóku vel í það til að byrja með en svo varð ekkert úr því.
Ég talaði fyrst við bruggmeistarann hjá Ölgerðinni og hann tók vel í það, svo þegar kom að því að panta 2 vikum síðar fékk ég póst að ásóknin hefði verið svo mikil að það hefði verið tekið fyrir þetta...getið þið sagt bullshit...fékk það allavega svona á tilfinninguna.
En já þetta samtal við Ölgerðina gekk svo langt að ég fékk hráefnislista frá þeim. Í stuttu máli fattaði ég þá af hverju allir bjórar Ölgerðarinnar eru svona svipaðir.