rdavidsson wrote:Það væri best eins og þú segir að hafa stangir ofan í wirtinum til að kæla hann (eins og teikningin þín sýnir), en er bara aðallega hræddur og sýkingu o.fl.. Venjulegir ísskápar nota jú loftkælingu og hefur það virkað fínt hjá mér til að gerja öl.. Ég cold crash-aði síðasta bjór hjá mér, úr 18 --> 4°C, tók um 14 tíma að komast þangað...
En þá er stóra spurningin, hvað kostar fermeterinn af svona einangrunarplötum eins og menn eru að nota í svona heimasmíðaða skápa? Þetta er kannski ekki þess virði að fara í svona framkvæmdir ef það er hægt að fá þokkalegan ísskáp/frysti fyrir sama verð (fyrir utan gleðina við að smíða svona græju

Aðal kosturinn við stangirnar fyrir mér er að þetta tekur svo gott sem ekkert pláss þegar það er ekki í notkun... ísskápar, frystikistur og heimasmíðaðir kassar eru svo fj. stórir

Þetta gæti líka verið bara ryðfrítt rör, beygt í u og svo varmaskiptir. Til dæmis svona:
http://www.ebay.com/itm/40x40x12mm-Alum ... 1076457051" onclick="window.open(this.href);return false;
Þá gæti vatnsflæðið (vatn eða kælivökvi einhver) verið einhvernvegin svona:
Dæla -> Reservoir (lítið, til að trappa loft í lúppunni) -> kæliplata -> stálrör ofan í gerjunarfötu -> dæla
Varðandi hreinlætið þá er ekkert mál að sótthreinsa ryðfrítt, sérstaklega ef það eru engar suður til að hafa áhyggjur af eins og með U pælinguna. Þá eru bara tvö göt á lokinu á fötunni, eitt fyrir vatn inn og annað fyrir vatn út (og svo eitt fyrir vatnslás), og götin væru með pakkningum svipuðum og þeim sem eru fyrir vatnslása.
Stýringin á þessu væri svo næsta vandamál.. PID stýring væri tilvalin og myndi gera ráð fyrir laggi og svona, en það myndi auka kostnaðinn á þessu ansi hratt.