Byrjar bjórinn ekki að gerjast?
Ég hef gaman af því að gera tilraunir með bjór og ger. Í dag er engin undantekning.
Ég átti gamlan gerpakka af Nottingham þurrgeri, en það var einn hængur við gerið .. það rann út fyrir tæpu ári síðan.
Ég geymi gerið mitt í ísskáp í lokaðri pakkningu þannig að ég hélt að gerið væri nú samt sem áður lifandi þó það væri svolítið gamalt ..
Allavegana .. ég bleyti (yfirleitt) alltaf í þurrgeri áður en ég set það í bjórinn til að passa upp á að meirhluti gersins lifi það af.
Þegar ég hellti úr pakkanum þá var gerið svona í pakkanum:
Þegar ég bleytti í þurrgerinu, þá gerðist svolítið sem hefur aldrei gerst - það vildi ekki "blotna" .. bara féll niður ..

Svo þegar ég bætti við sykri og beið í ~20 mínútur þá gerðist EKKI NEITT..

Ef ég hefði skellt gerinu beint út í ógerjaðan virtinn, þá hefði bjórinn líklega ekki gerjast .. eða jafnvel gerjast(sýkjast) af einhverju öðru!
Hvaða lærdóm má draga af þessu?
Bleytið í gerinu fyrst!
Þefið af opnum gerpakkanum.
Prófið gerið (með smá sykri) ef ykkur grunar að það sé ekki í lagi.
Eigið alltaf a.m.k. einn aukapakka af geri ef eitthvað klikkar.