Af hverju ætti maður að bleyta í þurrgeri? Af því að ..

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Af hverju ætti maður að bleyta í þurrgeri? Af því að ..

Post by sigurdur »

Kemur leirlykt úr þurrgerspakkanum?

Byrjar bjórinn ekki að gerjast?


Ég hef gaman af því að gera tilraunir með bjór og ger. Í dag er engin undantekning.

Ég átti gamlan gerpakka af Nottingham þurrgeri, en það var einn hængur við gerið .. það rann út fyrir tæpu ári síðan.
Ég geymi gerið mitt í ísskáp í lokaðri pakkningu þannig að ég hélt að gerið væri nú samt sem áður lifandi þó það væri svolítið gamalt ..

Allavegana .. ég bleyti (yfirleitt) alltaf í þurrgeri áður en ég set það í bjórinn til að passa upp á að meirhluti gersins lifi það af.

Þegar ég hellti úr pakkanum þá var gerið svona í pakkanum:
Image

Þegar ég bleytti í þurrgerinu, þá gerðist svolítið sem hefur aldrei gerst - það vildi ekki "blotna" .. bara féll niður ..
Image

Svo þegar ég bætti við sykri og beið í ~20 mínútur þá gerðist EKKI NEITT..
Image

Ef ég hefði skellt gerinu beint út í ógerjaðan virtinn, þá hefði bjórinn líklega ekki gerjast .. eða jafnvel gerjast(sýkjast) af einhverju öðru!

Hvaða lærdóm má draga af þessu?
Bleytið í gerinu fyrst!
Þefið af opnum gerpakkanum.
Prófið gerið (með smá sykri) ef ykkur grunar að það sé ekki í lagi.
Eigið alltaf a.m.k. einn aukapakka af geri ef eitthvað klikkar.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Af hverju ætti maður að bleyta í þurrgeri? Af því að ..

Post by hrafnkell »

Var gerpakkinn opnaður áður? Fermentis gefa upp að opnaðir gerpakkar eigi að vera notaðir innan 7 daga, þannig að þótt pakkningin hafi verið lokuð, en opnuð einhvertíman áður, þá er líklega lítið gagn í henni. Náði ekki alveg að lesa það á milli línanna í textanum þínum hvort pakkningin hafi verið verksmiðjulokuð, eða lokuð eftir að þú notaðir smá af henni :)

Þurrger sem er geymt í kæli missir uþb 5% viability á ári (vs 20% ef ekki í kæli), þannig að aldurinn á ekki að bíta neitt á það af viti.

Prófaðu svo að googla batch númerið á gerpakkningunni - Það hafa komið "dauð" bötch af nottingham geri. Langt síðan seinast, en það gæti passað miðað við dagsetninguna á pakkanum sem þú prófaðir.


Annars er góð regla að bleyta upp í geri. Ég hef þó aldrei gert það, aðallega því ég er hræddur við sýkingu. Það ætti þó ekki að vera mikið mál að fyrirbyggja það með því að bleyta upp í henni með sótthreinsaðri krukku til dæmis :)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Af hverju ætti maður að bleyta í þurrgeri? Af því að ..

Post by sigurdur »

Góð ábending Hrafnkell..

Pakkningin var verksmiðjulokuð og ónotuð.
Ég fékk 5 pakka beint frá verksmiðjunni fyrir ~2 árum þegar ég kom upp um gallaða sendingu sem verið var að selja úr.

Það má vera að gerið hafi verið eitthvað lélegt, en það hefði verið HUNDLEIÐINLEGT ef ég hefði bara skellt þessu í bjórinn og vonað það besta. ;)

Allavegana þá er ég mjög feginn að ég bleyti upp í geri núna og prófa það. (Lenti einu sinni í slæmu tilfelli þegar ég gerði það ekki)
Post Reply